Stuðningsmenn Ajax fá ekki að mæta á Stamford Bridge þegar Ajax sækir Chelsea heim í Meistaradeild Evrópu. UEFA hefur sett stuðningsmennina í bann.
Evrópska knattspyrnusambandið gaf í dag út bann á stuðningsmenn Ajax eftir óeirðir í leik hollenska liðsins við Valencia á Spáni.
Eftir óeirðir stuðningsmanna á leik gegn Benfica á síðasta tímabili þurftu stuðningsmennirnir að sýna sínar bestu hliðar í ákveðinn tíma. Það gerðu þeir hins vegar ekki og því hafa þeir verið settir í bann.
Ofan á stuðningsmannabannið fékk Ajax 50 þúsund evra sekt fyrir ólætin og þá á félagið yfir höfði sér annað stuðningsmannabann ef stuðningsmennirnir gerast sekir um óeirðir næsta árið.
Leikur Chelsea og Ajax í Meistaradeildinni fer fram 5. nóvember næstkomandi.
Stuðningsmenn Ajax í banni gegn Chelsea
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
