26,4 milljóna króna gjaldþrot á einu ári Björn Þorfinnsson skrifar 18. október 2019 06:00 Sverrir Einar Eiríksson, athafnamaður Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu um 26,4 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdist fyrirtækið um tíma rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Athygli vekur að fyrirtækið var stofnað í maí 2018 en var úrskurðað gjaldþrota í maí 2019. Meðal áhugafólks um krassandi gjaldþrot þykir það afar vel gert að ná að kveikja í kennitölu á svo skömmum tíma. Þetta er annað gjaldþrot félags í eigu Sverris Einars á árinu. Í janúar lauk skiptum í þrotabúi starfsmannaleigunnar Proventus ehf. sem Sverrir átti og rak. Um 80 starfsmenn, flestir pólskir, störfuðu á vegum fyrirtækisins þegar mest var. Kröfur í búið námu 114 milljónum króna en engar eignir fundust. Viðskiptaferill Sverris Einars hefur verið fjölbreyttur í meira lagi. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað demantaviðskipti, opnað smálánafyrirtæki sem og listgallerí. Þá hefur hann selt Herbalife, boðið Íslendingum upp á 95% fasteignalán, rekið gistiheimili sem og leigufélag. Þá rak hann um tíma veitingastaðinn Gömlu smiðjuna og í kjölfarið Þrastalund í Grímsnesi. Síðastnefnda starfsemin rataði oft á síður fjölmiðla. Meðal annars fyrir að nota áhrifavalda óspart til þess að koma staðnum á framfæri, selja vatnsflösku á 750 krónur og að selja áfengi í kjörbúð staðarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins einbeitir Sverrir Einar sér nú að útleigu lúxuseigna á Bretlandseyjum. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Skiptum er lokið í þrotabúi fyrirtækis Jupiter gisting ehf., sem var í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu um 26,4 milljónum króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengdist fyrirtækið um tíma rekstri á Hótel Brimi í Skipholti. Athygli vekur að fyrirtækið var stofnað í maí 2018 en var úrskurðað gjaldþrota í maí 2019. Meðal áhugafólks um krassandi gjaldþrot þykir það afar vel gert að ná að kveikja í kennitölu á svo skömmum tíma. Þetta er annað gjaldþrot félags í eigu Sverris Einars á árinu. Í janúar lauk skiptum í þrotabúi starfsmannaleigunnar Proventus ehf. sem Sverrir átti og rak. Um 80 starfsmenn, flestir pólskir, störfuðu á vegum fyrirtækisins þegar mest var. Kröfur í búið námu 114 milljónum króna en engar eignir fundust. Viðskiptaferill Sverris Einars hefur verið fjölbreyttur í meira lagi. Hann hefur keypt gull af Íslendingum, stundað demantaviðskipti, opnað smálánafyrirtæki sem og listgallerí. Þá hefur hann selt Herbalife, boðið Íslendingum upp á 95% fasteignalán, rekið gistiheimili sem og leigufélag. Þá rak hann um tíma veitingastaðinn Gömlu smiðjuna og í kjölfarið Þrastalund í Grímsnesi. Síðastnefnda starfsemin rataði oft á síður fjölmiðla. Meðal annars fyrir að nota áhrifavalda óspart til þess að koma staðnum á framfæri, selja vatnsflösku á 750 krónur og að selja áfengi í kjörbúð staðarins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins einbeitir Sverrir Einar sér nú að útleigu lúxuseigna á Bretlandseyjum.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21 Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45 114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15 Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00 Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Fara fram á að eignir Sverris gullsala verði boðnar upp Landsbankinn hefur farið fram á nauðungarsölu níu fasteigna á Kjalarnesi. Allar fasteignirnar eru í eigu félagsins KD7 ehf. en félagið er í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. 8. júlí 2019 20:21
Þrastalundur til leigu eins og hann leggur sig Þrastalundur er vinsæll áfangastaður á Suðurlandi en þangað leggja ferðamenn og áhrifavaldar reglulega leið sína. 19. nóvember 2018 14:45
114 milljóna gjaldþrot starfsmannaleigu Sverris Lýstar kröfur í þrotabú starfsmannaleigunnar Proventus ehf. námu alls rúmlega 114 milljónum króna, ef marka má Lögbirtingablaðið í dag. 29. janúar 2019 10:15
Sverrir grætur sína gjaldþrota starfsmannaleigu Fyrrverandi eiganda starfsmannaleigunnar Proventus ehf. þykir miður hvernig fór fyrir rekstri fyrirtækisins. 31. janúar 2019 11:00
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent