Hvað með fyrstu kaupendur? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 11:02 Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun