Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. október 2019 13:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt fyrsta deildarmark á tímabilinu í dag vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Marco Silva ákvað að setja Gylfa Þór á bekkinn ásamt fjórum öðrum breytingum frá síðasta lið, en gengi Everton hefur ekki verið gott til þessa. Everton byrjaði leikinn af krafti og kom Bernard þeim yfir með marki eftir frábæra sendingu frá Theo Walcott. Það var allt annað að sjá til Everton í þessum leik en áður og spilaði liðið mjög vel. Richarlison náði að skora mark rétt eftir hálfleikinn en það var dæmt af vegna rangstöðu. Everton var með leikinn í sínum höndum en annað markið vildi ekki koma. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma að íslenski landsliðsmaðurinn, sem hafði komið inn af bekknum á 87. mínútu, skoraði með glæsimarki beint í samskeitin af löngu færi. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Everton og þungu fargi af þeim létt að hafa komist á sigurbraut. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Marco Silva ákvað að setja Gylfa Þór á bekkinn ásamt fjórum öðrum breytingum frá síðasta lið, en gengi Everton hefur ekki verið gott til þessa. Everton byrjaði leikinn af krafti og kom Bernard þeim yfir með marki eftir frábæra sendingu frá Theo Walcott. Það var allt annað að sjá til Everton í þessum leik en áður og spilaði liðið mjög vel. Richarlison náði að skora mark rétt eftir hálfleikinn en það var dæmt af vegna rangstöðu. Everton var með leikinn í sínum höndum en annað markið vildi ekki koma. Það var ekki fyrr en í uppbótartíma að íslenski landsliðsmaðurinn, sem hafði komið inn af bekknum á 87. mínútu, skoraði með glæsimarki beint í samskeitin af löngu færi. Lokatölur urðu 2-0 fyrir Everton og þungu fargi af þeim létt að hafa komist á sigurbraut.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti