Alonso hetja Chelsea á Brúnni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. október 2019 15:45 Marcos Alonso var hetja Chelsea í dag vísir/getty Chelsea þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Newcastle á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinum Frank Lampard gekk illa að brjóta aftur þétta vörn Newcastle og var það ekki fyrr en á 73. mínútu að Marcos Alonso tókst að brjóta ísinn. Markið var mjög í takt við gang leiksins, en leikmenn Chelsea höfðu herjað að marki Newcastle áður en markið kom að lokum. Fleiri urðu mörkin ekki, lokastaðan 1-0. Sigurinn þýðir að Chelsea fer í þriðja sætið, upp fyrir Manchester City og Arsenal, með 17 stig líkt og Leicester en Refirnir eru með betri markatölu. Enski boltinn
Chelsea þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Newcastle á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lærisveinum Frank Lampard gekk illa að brjóta aftur þétta vörn Newcastle og var það ekki fyrr en á 73. mínútu að Marcos Alonso tókst að brjóta ísinn. Markið var mjög í takt við gang leiksins, en leikmenn Chelsea höfðu herjað að marki Newcastle áður en markið kom að lokum. Fleiri urðu mörkin ekki, lokastaðan 1-0. Sigurinn þýðir að Chelsea fer í þriðja sætið, upp fyrir Manchester City og Arsenal, með 17 stig líkt og Leicester en Refirnir eru með betri markatölu.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti