Þægilegt hjá Manchester City gegn Crystal Palce Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:30 Leikmenn City fagna öðru marki sinna í dag. vísir/getty City menn eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar en þeir virðast eina liðið sem getur haldið í við Liverpool þessa dagana. Heimamenn í Palace héldu gestunum í skefjum nær allan fyrri hálfleik en eftir að fá á sig eitt mark fengu þeir annað nær strax í andlitið. Það var á 39. mínútu leiksins sem Gabriel Jesus kom Pep Guardiola og hans mönnum yfir með fínu skallamarki eftir sendingu Bernardo Silva. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Að þessu sinni var það nafni Bernardo, David Silva, sem skoraði markið eftir sendingu frá Raheem Sterling. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins þó Palace hafi ógnað í síðari hálfleik. Manchester City er með 19 stig eftir sigur dagsins, fimm stigum minna en Liverpool sem mætir erkifjendum beggja í Manchester United á morgun í stórleik helgarinnar. Crystal Palace er áfram í 6. sæti deildarinnar með 14 stig.Keeping the clean sheet intact! 3 minutes left to play#CRYMCIpic.twitter.com/itipHYtfk2 — Premier League (@premierleague) October 19, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Alonso hetja Chelsea á Brúnni Chelsea þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Newcastle á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. október 2019 15:45 Alli bjargaði stigi fyrir Tottenham Mark Dele Alli á lokamínútum leiks Tottenham og Watford kom í veg fyrir að Watford næði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 16:00 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Leicester í annað sæti eftir endurkomu gegn Burnley Leicester fór í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með endurkomusigri á Burnley á heimavelli sínum í dag. 19. október 2019 16:03
City menn eru sem fyrr í 2. sæti deildarinnar en þeir virðast eina liðið sem getur haldið í við Liverpool þessa dagana. Heimamenn í Palace héldu gestunum í skefjum nær allan fyrri hálfleik en eftir að fá á sig eitt mark fengu þeir annað nær strax í andlitið. Það var á 39. mínútu leiksins sem Gabriel Jesus kom Pep Guardiola og hans mönnum yfir með fínu skallamarki eftir sendingu Bernardo Silva. Aðeins tveimur mínútum síðar var staðan orðin 2-0. Að þessu sinni var það nafni Bernardo, David Silva, sem skoraði markið eftir sendingu frá Raheem Sterling. Staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur leiksins þó Palace hafi ógnað í síðari hálfleik. Manchester City er með 19 stig eftir sigur dagsins, fimm stigum minna en Liverpool sem mætir erkifjendum beggja í Manchester United á morgun í stórleik helgarinnar. Crystal Palace er áfram í 6. sæti deildarinnar með 14 stig.Keeping the clean sheet intact! 3 minutes left to play#CRYMCIpic.twitter.com/itipHYtfk2 — Premier League (@premierleague) October 19, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Alonso hetja Chelsea á Brúnni Chelsea þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Newcastle á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. október 2019 15:45 Alli bjargaði stigi fyrir Tottenham Mark Dele Alli á lokamínútum leiks Tottenham og Watford kom í veg fyrir að Watford næði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 16:00 Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30 Leicester í annað sæti eftir endurkomu gegn Burnley Leicester fór í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með endurkomusigri á Burnley á heimavelli sínum í dag. 19. október 2019 16:03
Alonso hetja Chelsea á Brúnni Chelsea þurfti að hafa fyrir sigrinum gegn Newcastle á Stamford Bridge í ensku úrvalsdeildinni í dag. 19. október 2019 15:45
Alli bjargaði stigi fyrir Tottenham Mark Dele Alli á lokamínútum leiks Tottenham og Watford kom í veg fyrir að Watford næði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 16:00
Gylfi skoraði í mikilvægum sigri Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekknum og skoraði seinna mark Everton í sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 13:30
Leicester í annað sæti eftir endurkomu gegn Burnley Leicester fór í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar með endurkomusigri á Burnley á heimavelli sínum í dag. 19. október 2019 16:03
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti