Minecraft Earth opnaður fyrst á Íslandi og Nýja Sjálandi Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 14:00 Vísir/Mojang Áhugasömum Íslendingum hefur nú verið veittur aðgangur að leiknum Minecraft Earth frá Mojang. Eðli málsins samkvæmt byggir leikurinn á hinum gífurlega vinsæla leik, Minecraft. Spilarar munu geta byggt hluti í raunheimum í gegnum síma sína. Um er að ræða svokallaða Early Access útgáfu, sem felur í sér að leikurinn er í raun ekki tilbúinn að fullu. Leikurinn var fyrst opnaður á Íslandi og Nýja Sjálandi. Til stendur að opna hann í fleiri löndum á næstunni.Minecraft Earth is here! Starting today, we will begin to roll out early access from country to country, starting with: New Zealand Iceland Not a citizen of either land? Stay tuned as we announce the next countries soon!https://t.co/8qME5ZSuAEpic.twitter.com/t01ro9wwlm — Minecraft Earth (@minecraftearth) October 17, 2019 Í stuttu máli sagt geta notendur byggt hinar ýmsu byggingar á skrifborðum sínum eða í bakgörðum. Undirritaður var til dæmis að byggja þennan dýrðarinnar garð á skrifborði sínu. Þar hef ég komið fyrir hænum, kindum og kúm. Fyrst þurfa spilarar þó að ganga um með símana á lofti og finna hluti til að byggja úr. Að því leyti er leikurinn ekki ósvipaður Pokémon Go, sem tröllreið öllu fyrir nokkrum árum og fólk gekk á hvort annað á víð og dreif með augun föst á símum sínum. Í göngutúrum er einnig hægt að rekast á ýmis ævintýri og óvini sem berjast þarf við. Þar að auki er hægt að virða fyrir sér hluti sem aðrir hafa byggt. Hægt er að nálgast leikinn á Google Play eða Apple Store. Leikjavísir Microsoft Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun
Áhugasömum Íslendingum hefur nú verið veittur aðgangur að leiknum Minecraft Earth frá Mojang. Eðli málsins samkvæmt byggir leikurinn á hinum gífurlega vinsæla leik, Minecraft. Spilarar munu geta byggt hluti í raunheimum í gegnum síma sína. Um er að ræða svokallaða Early Access útgáfu, sem felur í sér að leikurinn er í raun ekki tilbúinn að fullu. Leikurinn var fyrst opnaður á Íslandi og Nýja Sjálandi. Til stendur að opna hann í fleiri löndum á næstunni.Minecraft Earth is here! Starting today, we will begin to roll out early access from country to country, starting with: New Zealand Iceland Not a citizen of either land? Stay tuned as we announce the next countries soon!https://t.co/8qME5ZSuAEpic.twitter.com/t01ro9wwlm — Minecraft Earth (@minecraftearth) October 17, 2019 Í stuttu máli sagt geta notendur byggt hinar ýmsu byggingar á skrifborðum sínum eða í bakgörðum. Undirritaður var til dæmis að byggja þennan dýrðarinnar garð á skrifborði sínu. Þar hef ég komið fyrir hænum, kindum og kúm. Fyrst þurfa spilarar þó að ganga um með símana á lofti og finna hluti til að byggja úr. Að því leyti er leikurinn ekki ósvipaður Pokémon Go, sem tröllreið öllu fyrir nokkrum árum og fólk gekk á hvort annað á víð og dreif með augun föst á símum sínum. Í göngutúrum er einnig hægt að rekast á ýmis ævintýri og óvini sem berjast þarf við. Þar að auki er hægt að virða fyrir sér hluti sem aðrir hafa byggt. Hægt er að nálgast leikinn á Google Play eða Apple Store.
Leikjavísir Microsoft Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun