Fallegar sögur um aukin lífsgæði Drífa Snædal skrifar 18. október 2019 15:30 Það er sannkölluð gósentíð í grasrótarstarfi verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir. Þing landssambands Verslunarmanna stendur nú yfir á Akureyri og Starfsgreinasambandið, landssamband verkafólks, heldur sitt þing í næstu viku. Að auki hef ég haft ánægju af að hitta félagsmenn Einingar-Iðju á Akureyri og Eflingar í Reyjavík í vikunni. Formannafundur Alþýðusambandsins fór svo fram á miðvikudaginn en þar var tekin staðan í þeim fjölmörgu verkefnum sem kjarasamningarnir frá því í vor fólu okkur. Samtals eru þetta hundruð fulltrúa, trúnaðarmanna á vinnustöðum, almennra félagsmanna og kjörinna fulltrúa sem eru í stöðugu og lifandi samtali um hreyfinguna okkar, brýnustu úrlausnarefnin og framtíðarsýn. Hjartsláttur fjöldahreyfingar vinnandi fólks er nánast áþreifanlegur í vikum eins og þessari. Ég hef tekið þátt í mjög fjörugum umræðum um húsnæðismál, fengið hörmungarsögur frá fólki en líka fallegar sögur um stórkostlega aukin lífsgæði þar sem fólk fer úr ómögulegu, dýru og þröngu húsnæði í skjól leiguíbúða reknum af hreyfingunni sjálfri í gegnum Bjarg íbúðafélag. Það er fátt sem eykur lífsgæði eins og úrlausn húsnæðismála. Þá erum við ekki bara að tala um fólkið sjálft sem kemst í öruggt og viðunandi húsnæði heldur líka foreldra sem losna við börnin að heiman og þau lífsgæði að vita af afkomendum í öruggu skjóli. Stytting vinnuvikunnar hefur líka verið mjög til umfjöllunar í samhengi við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum. Ég er þess fullviss að við séum lögð af stað í vegferð þar sem krafan um styttri vinnuviku verður sífellt háværari. Þau sem hafa reynt á eigin skinni hvað til þess að gera lítil stytting gefur mikil gæði eru heitustu talsmenn þessa verkefnis. Það verður spennandi að fylgjast með auknum þunga í umræðunni eftir því sem samningar um styttingu á almenna vinnumarkaðnum komast til framkvæmda og vonandi verða tekin góð skref í þessa átt í opinberu samningunum líka. Undiraldan er sterk og fer vaxandi.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er sannkölluð gósentíð í grasrótarstarfi verkalýðshreyfingarinnar um þessar mundir. Þing landssambands Verslunarmanna stendur nú yfir á Akureyri og Starfsgreinasambandið, landssamband verkafólks, heldur sitt þing í næstu viku. Að auki hef ég haft ánægju af að hitta félagsmenn Einingar-Iðju á Akureyri og Eflingar í Reyjavík í vikunni. Formannafundur Alþýðusambandsins fór svo fram á miðvikudaginn en þar var tekin staðan í þeim fjölmörgu verkefnum sem kjarasamningarnir frá því í vor fólu okkur. Samtals eru þetta hundruð fulltrúa, trúnaðarmanna á vinnustöðum, almennra félagsmanna og kjörinna fulltrúa sem eru í stöðugu og lifandi samtali um hreyfinguna okkar, brýnustu úrlausnarefnin og framtíðarsýn. Hjartsláttur fjöldahreyfingar vinnandi fólks er nánast áþreifanlegur í vikum eins og þessari. Ég hef tekið þátt í mjög fjörugum umræðum um húsnæðismál, fengið hörmungarsögur frá fólki en líka fallegar sögur um stórkostlega aukin lífsgæði þar sem fólk fer úr ómögulegu, dýru og þröngu húsnæði í skjól leiguíbúða reknum af hreyfingunni sjálfri í gegnum Bjarg íbúðafélag. Það er fátt sem eykur lífsgæði eins og úrlausn húsnæðismála. Þá erum við ekki bara að tala um fólkið sjálft sem kemst í öruggt og viðunandi húsnæði heldur líka foreldra sem losna við börnin að heiman og þau lífsgæði að vita af afkomendum í öruggu skjóli. Stytting vinnuvikunnar hefur líka verið mjög til umfjöllunar í samhengi við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir á opinbera vinnumarkaðnum. Ég er þess fullviss að við séum lögð af stað í vegferð þar sem krafan um styttri vinnuviku verður sífellt háværari. Þau sem hafa reynt á eigin skinni hvað til þess að gera lítil stytting gefur mikil gæði eru heitustu talsmenn þessa verkefnis. Það verður spennandi að fylgjast með auknum þunga í umræðunni eftir því sem samningar um styttingu á almenna vinnumarkaðnum komast til framkvæmda og vonandi verða tekin góð skref í þessa átt í opinberu samningunum líka. Undiraldan er sterk og fer vaxandi.Höfundur er forseti ASÍ
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun