Guðlaugur Victor Pálsson tryggði Darmstadt sigur gegn St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Darmstadt sótti St. Pauli heim og var staðan í leiknum markalaus í hálfleik.
Það var ekki fyrr en á 80. mínútu sem ísinn var brotinn og íslenski landsliðsmaðurinn skoraði fyrir gestina.
Heimamenn náðu ekki að svara svo mark Guðlaugs Victors réði úrslitunum í 1-0 sigri.
Þetta var annar sigur Darmstadt í deildinni og lyfti hann liðinu úr fallsæti og upp í það tólfta.
Guðlaugur Victor skoraði sigurmark Darmstadt
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
