Einum efnilegasta leikmanni Englands refsað fyrir að mæta seint | Spilaði ekki í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 22:30 Sancho í leik Englands og Tékklands á dögunum Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019 Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Fleiri fréttir Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Sjá meira
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30