Einum efnilegasta leikmanni Englands refsað fyrir að mæta seint | Spilaði ekki í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 22:30 Sancho í leik Englands og Tékklands á dögunum Vísir/Getty Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019 Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Jadon Sancho, leikmaður Borussia Dortmund, var ekki í leikmannahópi liðsins þegar liðið mætti Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Kom það ekki að sök þar sem Marco Reus tryggði heimamönnum mikilvægan 1-0 sigur. Sancho var að venju í landsliðshóp Englands sem mætti Tékklandi og Búlgaríu í undankeppni EM 2020 á dögunum. Það virðist sem Sancho hafi eitthvað misreiknað flugtímann til Þýskalands því hann skilaði sér ekki á æfingar á áætluðum tíma. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, hafði lítinn húmor fyrir því og ákvað að taka Sancho út úr leikmannahóp liðsins í toppslagnum í dag. Hinn 19 ára gamli Sancho hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá Dortmund síðan hann kom til liðsins frá Manchester City. Sem stendur hefur hann skorað þrjú mörk ásamt því að leggja upp önnur sex í aðeins sjö leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Það er því ekki að ástæðulausu að Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, horfir hýru auga til Sancho en talið er að Dortmund vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir leikmanninn. Eitthvað sem peningamaskína Man Utd ætti að geta borgað fyrir leikmann sem á aðeins eftir að verða betri á komandi árum. Sigurinn er einkar mikilvægur en Mönchengladbach er sem stendur á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 16 stig þegar átta umferðum er lokið. Dortmund varð að vinna til að halda sér í toppbaráttunni en liðið er aðeins stigi á eftir Mönchengladbach í 4. sætinu. Toppbaráttan í Þýskalandi er afar hörð um þessar mundir en ásamt Mönchengladbach eru Wolfsburg einnig með 16 stig. Þá eru Bayern og RB Leipzig með 15 stig lítk og Dortmund. Þar á eftir koma Schalke 04, Freiburg, Eintracht Frankfurt og Bayer Leverkusen öll með 14 stig.The following players will not be available today Jadon Sancho (disciplinary actions), Paco Alcácer (muscular injury), Mario Götze (flu sickness) — Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 19, 2019
Þýski boltinn Tengdar fréttir Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Sjá meira
Alfreð tryggði stig gegn meisturunum Alfreð Finnbogason kom inn af bekknum og tryggði Augsburg jafntefli gegn Þýskalandsmeisturum Bayern München í dag. 19. október 2019 15:30