Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 21:00 Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vísir/Baldur Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“ Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“
Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira