Körfubolti

Hermann ekki viss um að Valur viti hvernig þeir eigi að nota Pavel

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Að venju var farið yfir víðan völl í Körfuboltakvöldi en að þessu sinni voru þau Teitur Örlygsson, Hermann Hauksson og Pálína María Gunnlaugsdóttir með Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda.

Grindvíkingar hafa byrjað einstaklega illa í Dominos deild karla, þurfa þeir að hafa áhyggjur?

„Ég myndi hafa áhyggjur núna í 0-3 en þeir hafa ekki verið fullmannaðir. Ég myndi hafa verulega áhyggjur ef þeir verða með fullmannað lið og eru ekki farnir að sækja stig eftir tvo leiki,“ sagði Hermann meðal annars.

Valur rétt marði KR í uppgjöri toppliðanna í Dominos deild kvenna í vikunni, eiga KR konur möguleika gegn Val í úrslitakeppninni?

„Já alltaf, KR stelpurnar sýndu í þessum leik á miðvikudaginn að þær geta alveg unnið,“ sagði Pálína María um mögulega rimmu Reykjavíkurliðanna.

Þá áttu sérfræðingarnir í stökustu vandræðum með að ákveða sig hvort sexfaldir Íslandsmeistarar KR myndu tapa leik áður en nýliðar Þór Akureyrar myndu vinna leik. Einn sérfræðingur skipti um skoðun á  meðan annar sagðist ekki geta ákveðið sig þar sem hann væri ekki með leikjaplanið fyrir framan sig.

Þetta og margt fleira má sjá í spilaranum hér að ofan.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×