Endurleikur Haukur Örn Birgisson skrifar 1. október 2019 07:45 Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttir berast nú af því að stemning sé að myndast hjá ríkisstjórninni fyrir því að selja Íslandsbanka. Mikið var. Í rúman áratug hefur íslenska ríkið átt nánast allt hlutafé Landsbankans og stóran hlut í Arion banka. Þá á ríkið allt hlutafé Íslandsbanka. Það er löngu tímabært að ríkið dragi úr eignarhaldi sínu og minnki þar með umsvif sín á bankamarkaði. Af einhverjum ástæðum eru ekki allir sammála um þetta. Í könnun einni, hverrar niðurstöður voru birtar fyrir skemmstu, kom í ljós að tæplega 37% þjóðarinnar vilja ekki að ríkið selji hluti sína í bönkunum og 25% aðspurðra vilja, meira að segja, að ríkið auki við eignarhlut sinn. Þetta á ég erfitt með að skilja. Í árslok 2008 urðu beisiklí allir bankar landsins gjaldþrota. Á einni nóttu töpuðu eigendur þeirra öllu hlutafé sínu. Það þurrkaðist út. Þetta má aldrei gleymast og það er mikilvægt að við lærum af reynslunni. Mistökin eru jú til þess að forðast þau. Ný fyrirtæki verða til á hverjum degi og eldri fyrirtæki fara á hausinn. Þeim fyrirtækjum sem standa sig best við að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna farnast vel á meðan hinum, sem illa eru rekin, farnast illa. Þetta er afleiðing frjálsra viðskipta – hluti af leiknum. Það ætti ekki að dyljast neinum að í rekstri fyrirtækja felst áhætta og skattfé á alls ekki að gambla með. Það sem gerðist einu sinni, getur alveg gerst aftur. Ef svo hræðilega vill til að sagan endurtaki sig, þá er vonandi að við berum gæfu til að halda skattfénu í öruggri fjarlægð frá áhættusömum rekstri á alþjóðlegum samkeppnismarkaði. Því þar eiga peningar ríkisins (lesist: okkar) alls ekki heima.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar