Agnes Bragadóttir hætt hjá Morgunblaðinu eftir 35 ára starf Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2019 11:10 Agnes Bragadóttir á að baki langan og farsælan feril í fjölmiðlum, lengst af á Morgunblaðinu. Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi. Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri. Kveðjuhóf til heiðurs Agnesi var haldið á ritstjórn Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær. Agnes varð 67 ára þann 19. september síðastliðinn. Hún hefur lýst því yfir í viðtölum við fjölmiðla um starfslokin að henni hafi þótt þetta góð tímamót til að láta staðar numið. Þá sagði hún í samtali við Fréttablaðið í gær að tilfinningarnar væru blendnar. Hún kveðji vinnufélagana með trega og söknuði en finni um leið fyrir tilhlökkun. Hún hyggist jafnframt hlúa vel að heilsunni eftir slæmt fótbrot í fyrra, sem varð þess valdandi að hún var í rúmt hálft ár í gifsi og hjólastól. Agnes er með kennara- og íþróttakennarapróf og starfaði við kennslu og handboltaþjálfun á Ísafirði. Þá lauk hún háskólaprófi í ensku og þýsku frá Háskóla Íslands. Hún hóf blaðamennskuferilinn á Tímanum árið 1980 og var því í nær fjörutíu ár í bransanum. Hjá Morgunblaðinu starfaði hún lengst af sem blaðamaður. Þá stýrði hún einnig menningar- og viðskiptaumfjöllun og gegndi starfi fréttastjóra. Við þetta má bæta að Agnes er grjótharður Víkingur eins og kom á daginn þegar Stefán Árni Pálsson skellti sér í Víkina í fyrra. Víkingur varð bikarmeistari í sumar og því eftirminnilegt ár hjá Agnesi.
Fjölmiðlar Tímamót Vistaskipti Tengdar fréttir Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Sjá meira
Agnes Bragadóttir stal senunni í Pepsimörkunum Ástríðan í Pepsimörkunum var á leik Víkings og ÍBV um helgina þegar liðin mættust í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. 13. júní 2018 21:56