Brottför MAX frestast vegna viðbótarkröfu frá Frökkum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. október 2019 12:12 Fjórar Boeing 737 MAX-þotur Icelandair hafa staðið við eitt af gömlu flugskýlum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm. Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna: Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Brottför fyrstu Boeing 737 MAX-þotu Icelandair til Frakklands, sem stefnt hafði verið að í dag, frestaðist óvænt í gærkvöldi. Ástæðan er skilyrði sem frönsk flugmálayfirvöld settu, að sögn Hauks Reynissonar, flugrekstrarstjóra Icelandair. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þetta yrði í fyrsta sinn í hálft ár sem MAX-þotum Icelandair yrði flogið en sex slíkar vélar hafa staðið óhreyfðar á Keflavíkurflugvelli frá 12. mars, eftir að tvö mannskæð flugslys leiddu til kyrrsetningar þessarar flugvélartegundar um allan heim. Icelandair ákvað fyrir nokkru að forða flugvélunum frá íslenskri vetrarveðráttu á Suðurnesjum og koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. Félagið valdi Toulouse í Suður-Frakklandi, heimaborg Airbus, helsta keppinautar Boeing.Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, við fyrstu Boeing 737 MAX þotu félagsins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Til stóð að hefja ferjuflugið í dag og töldu Icelandair-menn sig í gær vera komna með grænt ljós á flugið þegar Frakkar settu fram þá kröfu að þotunum yrði ekki flogið yfir þéttbýlissvæði, að sögn Hauks. Er félagið núna að setja saman nýja flugáætlun til að mæta þessu skilyrði. Þegar sú áætlun fæst samþykkt verður reynt að hefja ferjuflugið sem fyrst. En fleira truflar og tefur. Þórarinn Hjálmarsson, flugstjóri og flotastjóri MAX-véla Icelandair, segir heræfingar sem nú standa yfir vestur af Írlandi geta hamlað flugi og einnig óhagstæð veðurspá síðar í vikunni, enda þýði eitt af skilyrðunum fyrir fluginu að fljúga þarf vélunum í lægri flughæð en þotum er almennt flogið í. Þórarinn vonast þó til að ferjuflug MAX-vélanna geti hafist á fimmtudag eða á föstudag. Þórarinn Hjálmarsson er meðal þeirra fjögurra flugstjóra sem verið hafa þjálfun í flughermi Icelandair fyrir MAX-flugið.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon.Það hefur kallað á mikla og flókna vinnu hjá Icelandair að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu og þeim fylgja ströng skilyrði. Gerð er krafa um að vængborð verði höfð á, sem takmarkar flughæð við 20.000 fet og flughraða við 240 hnúta, eða um 450 kílómetra hraða á klukkustund. Vegna þess lengist flugtími um tvær stundir. Þá mega tveir flugmenn vera um borð og engir aðrir. Fjórir flugstjórar Icelandair hafa verið í sérstakri þjálfun fyrir flugið, auk Þórarins; þeir Franz Ploder, Kári Kárason og Guðjón Guðmundsson, og er gert ráð fyrir að þeir skiptist á um ferja þoturnar. Eftir að flugið hefst er búist við að það taki um vikutíma að koma þeim öllum á nýja geymslustaðinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um helgina frá þjálfun flugstjóranna:
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20 „Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00 Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Boeing 737 MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands í næstu viku Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í hentugra loftslagi. 27. september 2019 19:20
„Við gerum ekkert sem við teljum ekki vera óhætt“ Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakkalands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar. Icelandair segir óhætt að fljúga vélunum sem voru kyrrsettar vegna öryggisgalla. 28. september 2019 12:00
Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug Það er ekkert að óttast, segir einn af flugstjórum Icelandair sem fljúga fimm Boeing MAX-vélum til Frakklands í næstu viku. 28. september 2019 21:00