Heiðar Austmann pælir ekki í hvað öðrum finnst Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2019 20:00 Heiðar Austmann segist gera viðlíka hluti aðeins fyrir sig sjálfan og álit annarra skiptir hann minna máli. „Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ Lýtalækningar Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“
Lýtalækningar Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein