Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Hörður Ægisson skrifar 2. október 2019 07:00 Vincent Tan. Vísir/Getty Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira
Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Sjá meira