Mannréttindi – drifkraftur breytinga Hanna Katrín Friðriksson, Diljá Mist Einarsdóttir og Andri Óttarsson og Erla Hlín Hjálmarsdóttir skrifa 2. október 2019 08:00 Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Diljá Mist Einarsdóttir Hanna Katrín Friðriksson Mannréttindi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Alþjóðadag án ofbeldis ber upp á afmælisdag Mahatma Gandhi sem fæddist 2. október fyrir réttum 150 árum. Ísland er eitt friðsælasta land veraldar og landsmenn eru áfram um að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir mannréttindum. Mannréttindi eru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Íslands og á alþjóðavettvangi er nú lögð aukin áhersla á málaflokkinn. Ný stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2019-2023 var samþykkt á Alþingi í maí 2019. Í fyrsta sinn er byggt á mannréttindamiðaðri nálgun, en hún felur það í sér að í öllu starfi Íslands eru mannréttindi höfð að leiðarljósi. Enn fremur er lögð rík áhersla á að framlög til þróunarsamvinnu nýtist vel og að árangur af starfi Íslands sé sýnilegur. Í fimm ára áætlun stjórnvalda er jafnframt gert ráð fyrir aukningu á heildarframlögum Íslands til þróunarsamvinnu. Miklar breytingar hafa orðið í þróunarsamvinnu á undanförnum árum, ekki síst vegna aukinnar efnahagslegrar og pólitískrar aðkomu stórra ríkja eins og Brasilíu, Indlands, Kína og Suður-Afríku. Vestræn ríki leggja því til hlutfallslega minna fjármagn í þróunarlöndum en áður og hafa þannig minni áhrif. Skýr stefna og sýn þar sem Ísland er málsvari mannréttinda er þess vegna mikilvægari en nokkru sinni. Utanríkisráðherra skipaði starfshóp til að greina og útfæra þær leiðir sem heppilegt er fyrir Ísland að fara við innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi. Þetta á t.a.m. við um sértækar aðgerðir, málsvarastarf og samþættingu mannréttinda við þróunarsamstarf Íslands í tvíhliða samstarfslöndum Íslands, Malaví og Úganda. Skýrsla starfshópsins, Mannréttindi sem drifkraftur breytinga, var gefin út í maí 2019 og birt á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Í skýrslunni er sett fram 21 tillaga um hvernig nálgast má þróunarsamvinnu á mannréttindamiðaðan hátt. Þar er einnig að finna almenna umfjöllun um mannréttindamiðaða nálgun, starf Íslands í þróunarsamvinnu og stöðu mannréttinda í samstarfslöndunum tveimur. Þar, líkt og víðar í löndum sunnan Sahara, er víða pottur brotinn þegar kemur að mannréttindum. Helstu niðurstöður starfshópsins eru að bæta þurfi um betur í mannréttindamiðaðri nálgun í þróunarsamvinnu. Tekið er undir nýja þróunarsamvinnustefnu og lögð áhersla á að sýna fram á árangur af starfi Íslands. Í niðurstöðum hópsins kemur jafnframt fram að styrkur Íslands felist helst í sveigjanleika og að tekin sé áhætta endrum og eins. Staða mannréttinda á Íslandi er góð í samanburði við aðrar þjóðir og Íslendingar eru vel í stakk búnir til að láta gott af sér leiða í þeim efnum. Eitt mikilvægasta framlag Íslendinga í þróunarsamvinnu er því kynning á þeim grunngildum sem við höfum fest svo rækilega í sessi; frelsi og jafnrétti fyrir alla. Til að Ísland geti haft áhrif á stöðu mannréttinda í viðtökuríkjum verður að sýna framsýni og stefnufestu, ekki síst varðandi áherslur Íslands á sjálfbær samfélög í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og uppbyggingu atvinnulífs. Einnig þarf að sýna staðfestu í verkefnavali og tala fyrir mannréttindum. Ísland verður ætíð að vera tilbúið að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir auknum mannréttindum og það er viðeigandi að minna á það á alþjóðadegi án ofbeldis.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun