Gnabry aðeins sá ellefti sem fær tíu í einkunn hjá L'Equipe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2019 13:30 Gnabry var óstöðvandi gegn Tottenham. vísir/getty Serge Gnabry var maður gærdagsins í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði fjögur mörk þegar Bayern München rúllaði yfir Tottenham, 2-7.Fyrir frammistöðu sína fékk Gnabry tíu í einkunn af tíu mögulegum hjá franska dagblaðinu L'Equipe. Gnabry er aðeins sá ellefti sem fær fullkomna einkunn hjá L'Equipe. Blaðamenn þar á bæ eru þekktir fyrir að vera sparir á tíurnar. Gnabry er sá þriðji sem fær tíu í einkunn hjá L'Equipe á þessu ári. Dusan Tadic fékk tíu fyrir frammistöðu sína í 1-4 sigri Ajax á Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lucas Moura fékk sömuleiðis tíu fyrir frammistöðu sína í 2-3 sigri Tottenham á Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann skoraði þá öll mörk Spurs sem tryggði sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Lionel Messi er sá eini sem hefur fengið fleiri en eina tíu hjá L'Equipe. Börsungurinn fékk fullkomna einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Arsenal 2010 og Bayer Leverkusen 2012. Franck Sauzée (1988), Bruno Martini (1988), Oleg Salenko (1994), Lars Windfeld (1997), Robert Lewandowski (2013), Carlos Eduardo (2014) og Neymar (2018) hafa einnig fengið tíu í einkunn hjá L'Equipe. Leiðin hefur heldur betur legið upp á við hjá Gnabry eftir að Tony Pulis taldi sig ekki hafa not fyrir hann hjá West Brom. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Bayern á síðasta tímabili og hefur skorað níu mörk í tíu leikjum fyrir þýska landsliðið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hafa skorað 22 mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Norður-Lundúnaliðum Arsenal og Tottenham hafa verið auðveld bráð fyrir Bayern München undanfarin ár. 2. október 2019 11:30 Pochettino: Þeir skoruðu með hverri snertingu Mauricio Pochettino var eðlilega ekki sáttur eftir 7-2 tap Tottenham fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:55 Sjáðu mörkin er Bayern niðurlægði Tottenham, vandræði Real Madrid og sigurmark Sterling Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 2. október 2019 08:30 Gnabry með fernu þegar Bayern valtaði yfir Tottenham Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:00 Serge Gnabry eftir fernuna: „Norður-London er rauð“ Fyrrum Arsenal-maðurinn Serge Gnabry var í stuði eftir fernuna í Meistaradeildinni í gær. 2. október 2019 10:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Serge Gnabry var maður gærdagsins í Meistaradeild Evrópu en hann skoraði fjögur mörk þegar Bayern München rúllaði yfir Tottenham, 2-7.Fyrir frammistöðu sína fékk Gnabry tíu í einkunn af tíu mögulegum hjá franska dagblaðinu L'Equipe. Gnabry er aðeins sá ellefti sem fær fullkomna einkunn hjá L'Equipe. Blaðamenn þar á bæ eru þekktir fyrir að vera sparir á tíurnar. Gnabry er sá þriðji sem fær tíu í einkunn hjá L'Equipe á þessu ári. Dusan Tadic fékk tíu fyrir frammistöðu sína í 1-4 sigri Ajax á Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lucas Moura fékk sömuleiðis tíu fyrir frammistöðu sína í 2-3 sigri Tottenham á Ajax í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hann skoraði þá öll mörk Spurs sem tryggði sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Lionel Messi er sá eini sem hefur fengið fleiri en eina tíu hjá L'Equipe. Börsungurinn fékk fullkomna einkunn fyrir frammistöðu sína gegn Arsenal 2010 og Bayer Leverkusen 2012. Franck Sauzée (1988), Bruno Martini (1988), Oleg Salenko (1994), Lars Windfeld (1997), Robert Lewandowski (2013), Carlos Eduardo (2014) og Neymar (2018) hafa einnig fengið tíu í einkunn hjá L'Equipe. Leiðin hefur heldur betur legið upp á við hjá Gnabry eftir að Tony Pulis taldi sig ekki hafa not fyrir hann hjá West Brom. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Bayern á síðasta tímabili og hefur skorað níu mörk í tíu leikjum fyrir þýska landsliðið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Hafa skorað 22 mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Norður-Lundúnaliðum Arsenal og Tottenham hafa verið auðveld bráð fyrir Bayern München undanfarin ár. 2. október 2019 11:30 Pochettino: Þeir skoruðu með hverri snertingu Mauricio Pochettino var eðlilega ekki sáttur eftir 7-2 tap Tottenham fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:55 Sjáðu mörkin er Bayern niðurlægði Tottenham, vandræði Real Madrid og sigurmark Sterling Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 2. október 2019 08:30 Gnabry með fernu þegar Bayern valtaði yfir Tottenham Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:00 Serge Gnabry eftir fernuna: „Norður-London er rauð“ Fyrrum Arsenal-maðurinn Serge Gnabry var í stuði eftir fernuna í Meistaradeildinni í gær. 2. október 2019 10:30 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Danmörk - Svíþjóð | Norðurlandaslagur af bestu gerð Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Sjá meira
Hafa skorað 22 mörk í síðustu fjórum leikjum gegn Norður-Lundúnaliðum Arsenal og Tottenham hafa verið auðveld bráð fyrir Bayern München undanfarin ár. 2. október 2019 11:30
Pochettino: Þeir skoruðu með hverri snertingu Mauricio Pochettino var eðlilega ekki sáttur eftir 7-2 tap Tottenham fyrir Bayern München í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:55
Sjáðu mörkin er Bayern niðurlægði Tottenham, vandræði Real Madrid og sigurmark Sterling Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi. 2. október 2019 08:30
Gnabry með fernu þegar Bayern valtaði yfir Tottenham Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 1. október 2019 21:00
Serge Gnabry eftir fernuna: „Norður-London er rauð“ Fyrrum Arsenal-maðurinn Serge Gnabry var í stuði eftir fernuna í Meistaradeildinni í gær. 2. október 2019 10:30