Segir niðurfærslu Gamma:Novus ekki standast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. október 2019 13:00 Frá Vestmannaeyjum. fbl/Óskar P. Friðriksson Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti í Novus fyrir tveimur árum og hlutaféð hefur nánast þurrkast út. Stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslum tveggja sjóða á mánudag. Gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma, eða Gamma:Novus og Gamma:Anglia, var fært verulega niður á mánudag. Þannig fór gengi í Gamma:Novus frá því að vera 183,7 í að vera metið á tveir og gengi í Gamma:Angla úr 105 í 55. Novus er fasteignafélag sem heldur utan um byggingar hér á landi en Anglia hefur fjárfest í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Meðal þeirra sem hafa fjárfesti í þessum sjóðum eru íslenskir lífeyrissjóðir. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir að niðurfærslan í Gamma:Novus hafi valdið miklum vonbrigðum. „Í árslok 2013 fjáfestum við fyrir hundrað milljónir í Gamma Novus og í árslok 2013 fáum við endurgreiðslu í formi sölu upp á 34 milljónir króna. Þannig að nettó staðan er 66 milljónir. Verðmatið samkvæmt gengi fer úr 155 milljónum í 1,7 milljónir,“ segir Haukur.Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.Fundað í hádeginu Nýir stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslunni á mánudaginn en þar kemur fram að ástæðan sé að framvinda verkefna hafi verið ofmetin. Framkvæmdakostnaður yfir áætlunum. Ekki hafi verið að fullu tekið tillit til fjármagnskostnaðar félagsins vegna skuldabréf og þróun um söluverð íbúða og þróunareigna hafi verið endurmetin. „Augljóslega eru þetta ekki nægjanlegar skýringar og við tökum málið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi sjóðsins í hádeginu. Eðlilega viljum við fá nánari skýringar,“ segir Haukur, sem telur niðurfærsluna ekki standast. „Við lítum á málið mjög alvarlegum augum og það er ekkert sem við sjáum að geti valdið því að þetta fari svona mikið niður nánast í ekki neitt.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, taldi þörf á rannsókn á niðurfærslu sjóðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Haukur segir að eftirlit með fjármálamarkaði geti stigið inn. „Ég bendi á að Fjármálaeftirlitið sem á að sinna þessum störfum. Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvort við kærum málið.“ GAMMA Lífeyrissjóðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir að niðurfærsla á gengi Gamma:Novus rekstrarsjóðsins sé litið grafalvarlegum augum. Lífeyrissjóðurinn fjárfesti í Novus fyrir tveimur árum og hlutaféð hefur nánast þurrkast út. Stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslum tveggja sjóða á mánudag. Gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma, eða Gamma:Novus og Gamma:Anglia, var fært verulega niður á mánudag. Þannig fór gengi í Gamma:Novus frá því að vera 183,7 í að vera metið á tveir og gengi í Gamma:Angla úr 105 í 55. Novus er fasteignafélag sem heldur utan um byggingar hér á landi en Anglia hefur fjárfest í fasteignaþróunarverkefnum í Bretlandi. Meðal þeirra sem hafa fjárfesti í þessum sjóðum eru íslenskir lífeyrissjóðir. Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, segir að niðurfærslan í Gamma:Novus hafi valdið miklum vonbrigðum. „Í árslok 2013 fjáfestum við fyrir hundrað milljónir í Gamma Novus og í árslok 2013 fáum við endurgreiðslu í formi sölu upp á 34 milljónir króna. Þannig að nettó staðan er 66 milljónir. Verðmatið samkvæmt gengi fer úr 155 milljónum í 1,7 milljónir,“ segir Haukur.Haukur Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja.Fundað í hádeginu Nýir stjórnendur Gamma sendu fjárfestum skýringar á niðurfærslunni á mánudaginn en þar kemur fram að ástæðan sé að framvinda verkefna hafi verið ofmetin. Framkvæmdakostnaður yfir áætlunum. Ekki hafi verið að fullu tekið tillit til fjármagnskostnaðar félagsins vegna skuldabréf og þróun um söluverð íbúða og þróunareigna hafi verið endurmetin. „Augljóslega eru þetta ekki nægjanlegar skýringar og við tökum málið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi sjóðsins í hádeginu. Eðlilega viljum við fá nánari skýringar,“ segir Haukur, sem telur niðurfærsluna ekki standast. „Við lítum á málið mjög alvarlegum augum og það er ekkert sem við sjáum að geti valdið því að þetta fari svona mikið niður nánast í ekki neitt.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, taldi þörf á rannsókn á niðurfærslu sjóðanna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Haukur segir að eftirlit með fjármálamarkaði geti stigið inn. „Ég bendi á að Fjármálaeftirlitið sem á að sinna þessum störfum. Við eigum eftir að taka ákvörðun um hvort við kærum málið.“
GAMMA Lífeyrissjóðir Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30 Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00 Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Vill rannsókn vegna niðurfærslu gengis hjá sjóðum Gamma Fagfjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, tapa tæpum þremur milljörðum króna vegna niðurfærslu á gengi tveggja sjóða í rekstri Gamma. Þá hefur þetta neikvæð áhrif á afkomu tryggingafélaga. Nýir stjórnendur Gamma segja ástæðuna meðal annars vera endurmat eigna og hærri byggingakostnað. Formaður VR vill að fram fari rannsókn. 1. október 2019 18:30
Kanna greiðslur sem runnu frá félagi í stýringu GAMMA Grunur um að ekki hafi verið eðlilega staðið að greiðslum til félaga sem komu að verkefnum Upphafs. Félag Guðbjargar í Eyjum fjárfesti fyrir hundruð milljóna í sjóð GAMMA og Stoðir fyrir 500 milljónir í skuldabréfaútboði. 2. október 2019 08:00
Félag Gísla hagnast um 1.100 milljónir Hagnaður fjárfestingafélags Gísla Haukssonar, fyrrverandi forstjóra og annars stofnenda GAMMA, nam tæplega 1.083 milljónum króna í fyrra og jókst um einn milljarð á milli ára. 2. október 2019 08:00