„Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. október 2019 16:51 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, segir óhjákvæmilegt að gera breytingar á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í tengslum við þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á sveitastjórnarstiginu. Hann spyr hvort réttlætanlegt sé að ríkustu sveitarfélögin fái framlög úr sjóðnum. Þetta kom fram í máli Sigurðar Inga á ársfundi jöfnunarsjóðs í dag. Ítrekaði hann um leið mikilvægi sjóðsins fyrir hinar dreifðari byggðir. „Við þurfum ekki að hugsa lengi um það hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir byggðir landsins ef sjóðsins nyti ekki við,“ sagði Sigurður Ingi. Fyrir liggur að reglum um sjóðinn verður breytt. Samkvæmt þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Þá muni lágmarksíbúafjöldi hvers sveitarfélags miðast við þúsund íbúa. Skiptar skoðanir hafa verið uppi um tillöguna en aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í byrjun september að styðja tillöguna.Milljarður á ári í framlög vegna sameininga Í aðgerðaáætluninni sem sett er fram í þingsályktunartillögunni er gert ráð fyrir að sjóðurinn veiti allt að 15 milljörðum í framlög vegna sameininga sveitarfélaga á næstu 15 árum eða einn milljarð á ári. Þrátt fyrir þær breytingar sem framundan séu er óhjákvæmilegt að áfram verði einhverjar óhagkvæmar einingar að sögn ráðherra. „Samfélög verða ekki sameinuð þótt sveitarfélög sameinist,“ sagði ráðherra, með vísan til þess að sveitarfélögunum verði í sjálfvald sett að taka ákvörðun um hverjum þau sameinist. Greiðslur úr jöfnunarsjóði nema hjá flestum sveitarfélögum um 20-40% af tekjum þeirra en dæmi eru um að framlög úr sjóðnum nemi um eða yfir 50% af tekjum sveitarfélags. Þessu varpar Sigurður Ingi upp í ávarpi sínu sem birt er í ársskýrslu jöfnunarsjóðs fyrir árið 2018 sem kynnt var á fundinum í dag. Þó ekki sé deilt um mikilvægi sjóðsins segir Sigurður Ingi eðlilegt að staldra við þessar tölur „og spyrja hvort eðlilegt sé að svo hátt hlutfall tekna komi úr sameiginlegum sjóði þeirra,“ skrifar ráðherra í ávarpi sínu. Þá megi einnig spyrja „hvort réttlætanlegt sé að sveitarfélög með bæði mjög háar skatttekjur og vannýtta tekjustofna fái framlög úr þessum sameiginlega sjóði sveitarfélaga.“ Samkvæmt ársreikningi jöfnunarsjóðs sem kynntur var í dag var tekjuafgangur sjóðsins 38,6 milljónir króna á árinu 2018 samanborið við rekstrarhalla upp á rúmar 750 milljónir árinu á undan, 2017.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira