Amma Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. október 2019 07:30 Einhver mesta gæfa mín í lífinu var amma mín Þóra Helgadóttir. Við mynduðum strax einkar náið og sterkt samband enda bjó ég í kjallaranum hjá henni ásamt móður minni fyrstu ár ævinnar. Við sambúð í slíku návígi skapast sterk tengsl, gagnkvæm ást og virðing sem helst ævina á enda og auðgar lífið. Amma var ankerið í lífi mínu sem alltaf var til í að sjá mína hlið og tala máli mínu jafnvel þó ég hefði hagað mér illa. Hún var líka skemmtileg, falleg og lífsglöð kona sem gerði allt með bravúr hvort sem það voru matarboð, ferðalög eða samverustundir með fjölskyldunni. Eitt sinn var ég nærri búinn að drekkja henni þegar hún ákvað að synda með mig á bakinu, ósyndan fimm ára gamlan, yfir sundlaug Kópavogs. Þegar komið var í dýpri endann fylltist ég ofsahræðslu og tróð ömmu á bólakaf. Ég sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar sundlaugarvörðurinn sparkaði af sér klossunum og stakk sér til sunds fullklæddur og bjargaði okkur á þurrt. Síðar hló hún að þessu og sagði mig einu manneskjuna sem hefði næstum banað sér. Ég hef engan þekkt sem var jafn tilfinningalega tengdur íslenskri veðráttu og amma. Hún gat æmt og skræmt í rigningartíð og sudda en um leið og sólin braust fram var hún búin að dekka borð á stéttinni framan við húsið hlæjandi og glöð. Amma greindist með krabbamein 74 ára gömul. Hún tókst á við það eins og um tímabundin veikindi væri að ræða allt þar til hún lést sumarið 1996. Ég hugsa til hennar á hverjum degi en þannig lifum við áfram í hjörtum ástvina. Ég veit líka að hún hefði ekki tekið því illa að fá um sig einn bakþanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Einhver mesta gæfa mín í lífinu var amma mín Þóra Helgadóttir. Við mynduðum strax einkar náið og sterkt samband enda bjó ég í kjallaranum hjá henni ásamt móður minni fyrstu ár ævinnar. Við sambúð í slíku návígi skapast sterk tengsl, gagnkvæm ást og virðing sem helst ævina á enda og auðgar lífið. Amma var ankerið í lífi mínu sem alltaf var til í að sjá mína hlið og tala máli mínu jafnvel þó ég hefði hagað mér illa. Hún var líka skemmtileg, falleg og lífsglöð kona sem gerði allt með bravúr hvort sem það voru matarboð, ferðalög eða samverustundir með fjölskyldunni. Eitt sinn var ég nærri búinn að drekkja henni þegar hún ákvað að synda með mig á bakinu, ósyndan fimm ára gamlan, yfir sundlaug Kópavogs. Þegar komið var í dýpri endann fylltist ég ofsahræðslu og tróð ömmu á bólakaf. Ég sé enn ljóslifandi fyrir mér þegar sundlaugarvörðurinn sparkaði af sér klossunum og stakk sér til sunds fullklæddur og bjargaði okkur á þurrt. Síðar hló hún að þessu og sagði mig einu manneskjuna sem hefði næstum banað sér. Ég hef engan þekkt sem var jafn tilfinningalega tengdur íslenskri veðráttu og amma. Hún gat æmt og skræmt í rigningartíð og sudda en um leið og sólin braust fram var hún búin að dekka borð á stéttinni framan við húsið hlæjandi og glöð. Amma greindist með krabbamein 74 ára gömul. Hún tókst á við það eins og um tímabundin veikindi væri að ræða allt þar til hún lést sumarið 1996. Ég hugsa til hennar á hverjum degi en þannig lifum við áfram í hjörtum ástvina. Ég veit líka að hún hefði ekki tekið því illa að fá um sig einn bakþanka.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar