Ábyrg uppbygging Kristján Þór Júlíusson skrifar 3. október 2019 07:00 Á næstu árum er fyrirhuguð nokkuð umfangsmikil uppbygging fiskeldis hér á landi. Þannig er áætlað að framleiðslumagn ársins í ár af laxi tæplega tvöfaldist frá fyrra ári. Útflutningsverðmæti fiskeldis verði þannig á pari við það sem loðnan hefur skilað þjóðarbúinu undanfarin ár eða um 20 milljarðar. Áætlanir fyrirtækjanna gera ráð fyrir frekari aukningu á næstu árum og gæti útflutningsverðmæti greinarinnar orðið um 40 til 50 milljarðar árið 2021. Ábyrgð stjórnvalda við þessa uppbyggingu er fyrst og síðast að sníða greininni þannig lagaumhverfi að fiskeldið byggist upp með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Samþykkt Alþingis á frumvarpi um fiskeldi í júní sl. er stórt skref í þá veru, m.a. með því að lögfesta áhættumat erfðablöndunar, auka ráðstafanir vegna laxalúsar og auka gegnsæi um starfsemi fiskeldisfyrirtækja, m.a. með tíðari upplýsingagjöf. Í umræðu um þetta frumvarp í vor var ítrekað kallað eftir því að það þyrfti að styrkja rannsóknir með fiskeldi auk þess að styrkja stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Ein af helstu áherslum mínum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er 175 milljóna króna framlag til þess að gera einmitt þetta – auka rannsóknir og efla stjórnsýslu og eftirlit. Af þessari fjárhæð munu um 90 milljónir verða settar í að efla Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis. Það sem gerir okkur kleift að ráðast í þetta átak er löggjöf sem Alþingi samþykkti í sumar og tekur gildi 1. janúar næstkomandi um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó. Með þessu eru stjórnvöld jafnframt að standa við fyrirheit um að tekjum af þeirri gjaldtöku verði varið til að treysta enn frekar ábyrga uppbyggingu greinarinnar. Stjórnvöld hafa nú sett íslensku fiskeldi traustara lagaumhverfi en áður var. Með framangreindum áherslum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið að fylgja þeirri stefnumörkun eftir. Uppbygging fiskeldis verði þannig ábyrg og sjálfbær, verði á grundvelli vísinda og rannsókna og hafi ekki skaðleg áhrif á villta laxastofna. Þannig verður á sama tíma reynt að stuðla að meiri sátt um uppbyggingu greinarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Á næstu árum er fyrirhuguð nokkuð umfangsmikil uppbygging fiskeldis hér á landi. Þannig er áætlað að framleiðslumagn ársins í ár af laxi tæplega tvöfaldist frá fyrra ári. Útflutningsverðmæti fiskeldis verði þannig á pari við það sem loðnan hefur skilað þjóðarbúinu undanfarin ár eða um 20 milljarðar. Áætlanir fyrirtækjanna gera ráð fyrir frekari aukningu á næstu árum og gæti útflutningsverðmæti greinarinnar orðið um 40 til 50 milljarðar árið 2021. Ábyrgð stjórnvalda við þessa uppbyggingu er fyrst og síðast að sníða greininni þannig lagaumhverfi að fiskeldið byggist upp með sjálfbærum og ábyrgum hætti. Samþykkt Alþingis á frumvarpi um fiskeldi í júní sl. er stórt skref í þá veru, m.a. með því að lögfesta áhættumat erfðablöndunar, auka ráðstafanir vegna laxalúsar og auka gegnsæi um starfsemi fiskeldisfyrirtækja, m.a. með tíðari upplýsingagjöf. Í umræðu um þetta frumvarp í vor var ítrekað kallað eftir því að það þyrfti að styrkja rannsóknir með fiskeldi auk þess að styrkja stjórnsýslu og eftirlit með greininni. Ein af helstu áherslum mínum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er 175 milljóna króna framlag til þess að gera einmitt þetta – auka rannsóknir og efla stjórnsýslu og eftirlit. Af þessari fjárhæð munu um 90 milljónir verða settar í að efla Umhverfissjóð sjókvíaeldis sem hefur það meginmarkmið að lágmarka umhverfisáhrif fiskeldis. Það sem gerir okkur kleift að ráðast í þetta átak er löggjöf sem Alþingi samþykkti í sumar og tekur gildi 1. janúar næstkomandi um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó. Með þessu eru stjórnvöld jafnframt að standa við fyrirheit um að tekjum af þeirri gjaldtöku verði varið til að treysta enn frekar ábyrga uppbyggingu greinarinnar. Stjórnvöld hafa nú sett íslensku fiskeldi traustara lagaumhverfi en áður var. Með framangreindum áherslum í fjárlagafrumvarpi næsta árs er verið að fylgja þeirri stefnumörkun eftir. Uppbygging fiskeldis verði þannig ábyrg og sjálfbær, verði á grundvelli vísinda og rannsókna og hafi ekki skaðleg áhrif á villta laxastofna. Þannig verður á sama tíma reynt að stuðla að meiri sátt um uppbyggingu greinarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun