Spyr hver hafi tíma til að fara í bankaútibú Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. október 2019 07:00 Aðeins 12 ára gamall keypti Ali Nikam sín fyrstu hlutabréf. Hann er nú forstjóri bankans Bunq. Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Ali Nikam er íranskur að uppruna en fæddur í Kanada. Ungur flutti hann til borgarinnar Gouda í Hollandi, sem er fræg fyrir osta. Aðeins 9 ára gamall lærði Ali að forrita, 12 ára keypti hann sín fyrstu hlutabréf og 16 ára stofnaði hann sitt fyrsta fyrirtæki. Þegar hann var 21 árs, árið 2003, stofnaði hann TransIP sem er í dag þriðja stærsta lénahýsingarfyrirtæki heims og fjórum árum síðan byggði hann eitt af stærstu gagnaverum Hollands. „28 ára ákvað ég að skrifa bók um nýsköpun og þegar ég sat við skriftir áttaði ég mig á því að ég hef bæði gaman af því að skapa hluti sem fólk notar og að hafa áhrif á samfélagið,“ segir Ali. „Ég tel að okkur sem manneskjum beri skylda til að skilja við heiminn betri á einhvern hátt.“ Ali íhugaði að stofna fyrirtæki til að vinna að umhverfismálum, matvælaframleiðslu eða berjast gegn fátækt. Bankahrunið olli því að hann ákvað að stofna banka. „Margir vinir mínir misstu húsnæði sitt og mörg nýsköpunarverkefni þeirra urðu að engu,“ segir hann. „Kerfið sjálft var vandamálið og enginn gerði neitt í því. Stjórnmálamennirnir voru fegnir að almenningur beindi reiði sinni að bankamönnum í stað þeirra sjálfra. Mér fannst að einhver þyrfti að stíga fram og reyna að breyta kerfinu, sýna fólki að ekki þurfa allir bankar að vera eins og sýna að neytendur hafi vald.“ Árið 2012 stofnaði Ali Bunq og þremur árum síðar fór hann með það á markað í átta löndum Evrópu. Nýlega ákvað Ali að opna fyrir starfsemi í 22 löndum til viðbótar, þar á meðal Íslandi, en einn af fyrstu starfsmönnum bankans er íslenskur. Höfuðstöðvarnar eru í Amsterdam og öll starfsemi fer í gegnum netið, annaðhvort á heimasíðu eða með smáforriti. Ali segir að Bunq sé allt öðruvísi uppbyggður en hefðbundnir bankar og snúist fyrst og fremst um gott aðgengi, gegnsæi og að gera notendum lífið auðveldara. „Hefðbundnir bankar hegða sér eins og sölumenn notaðra bíla, hugsa aðeins um eigin gróða í gegnum háa vexti, kaupa ódýrt og selja dýrt,“ segir hann. „Okkar viðskiptamódel gengur út á mánaðarlegt gjald.“ Bunq er ekki fyrsti netbankinn sem er opnaður á íslenskum markaði. Í desember síðastliðnum gátu Íslendingar opnað reikninga hjá þýska netbankanum N26. „Netbankar eru ekki aðeins framtíðin heldur raunveruleikinn í dag,“ segir Ali. „Hver vill og hefur tíma til að fara í útibú banka í dag? Okkar helsti markhópur er fólk sem verðleggur tíma sinn og vill auðvelda sér lífið.“ Í dag er ekki hægt að sækja um hefðbundin lán, eins og til dæmis húsnæðislán í Bunq. En Ali segir að það gæti breyst í framtíðinni. „Við erum í stöðugu samtali við notendur okkar og reynum að bregðast við þörfum þeirra,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Tengdar fréttir Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00 Mest lesið Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Sjá meira
Nýr banki á Íslandi Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. 2. október 2019 06:00