Abraham er næstmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með sjö mörk. Hann hefur leikið tvo A-landsleiki.
Tomori er hins vegar nýliði í landsliðinu. Hann lék sem lánsmaður með Derby County í B-deildinni á síðasta tímabili og hefur komið sterkur inn í lið Chelsea í vetur.
Jesse Lingard, Dele Alli, Alex Oxlade-Chamberlain og Kyle Walker hlutu ekki náð fyrir augun Gareths Southgate, landsliðsþjálfara Englands, að þessu sinni.
England er með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppni EM 2020.
Here it is: your #ThreeLions squad for this month's #EURO2020 qualifiers against the Czech Republic and Bulgaria!https://t.co/uuLf9zGD3g
— England (@England) October 3, 2019