Arsenal vann þægilegan 4-0 sigur á Standard Liege í Evrópudeildinni í kvöld.
Arsenal byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði þrjú mörk á fyrsta hálftímanum. Unglingurinn Gabriel Martinelli skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og Joe Willock skoraði eitt.
Í seinni hálfleik lagði Martinelli svo upp mark fyrir Dani Ceballos.
Fleiri mörk urðu ekki í leiknum og vann Arsenal öruggan sigur. Skytturnar sitja á toppi F riðils með fullt hús eftir tvo leiki.
Unai Emery gerði tíu breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum frá leiknum við Manchester United á mánudaginn.
Öruggt hjá unglingunum í Arsenal
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn


ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
