Hið óumdeilda hreyfiafl Lilja Alfreðsdóttir skrifar 4. október 2019 07:00 Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Allir muna eftir besta kennaranum sínum, ekki vegna þess sem hann kenndi heldur hvernig hann fékk nemendur til að hugsa. Einmitt þessi hæfileiki – að kunna að hugsa – skiptir sífellt meira máli nú um stundir þegar örar byltingar í samtímanum gera margt af því sem við lærum í skólanum úrelt á svo skömmum tíma. Þegar við upplifum eitthvað sem veitir okkur innblástur eða hreyfir við okkur tengjumst við sköpunarkrafti sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægi þess að rækta sköpunina, í hvaða formi sem er, hefur á undanförnum árum orðið fleirum ljóst. Við vitum að sköpun hefur ekki aðeins menningarlegt gildi, heldur eru skapandi greinar af ýmsum toga mikilvæg stoð í atvinnulífinu. Þær skapa þúsundir starfa og milljarða í útflutningstekjur, sem skipta verulegu máli fyrir samfélagið. Við viljum líka að menntun ýti undir sköpunarkraft barna, ungmenna, starfs- og háskólanema, en mennti ekki sköpunarkraftinn úr þeim sem móta munu framtíð lands og þjóðar. Þar leika kennarar stórt hlutverk enda gegna þeir mikilvægasta starfinu í okkar samfélagi. Á morgun er Alþjóðlegur dagur kennara en af því tilefni hélt Kennarasamband Íslands Skólamálaþing sitt í vikunni. Viðfangsefni þess var framtíð kennarastarfsins og hlutverk ungra kennara. Áskoranir okkar nú og ekki síður þær sem framtíðin mun færa, krefjast nýrra nálgana og aðferða og verkfæra – ekki síst fyrir kennara. Þar er skapandi og gagnrýnin hugsun bæði nauðsyn og markmið. Sköpun er óumdeilt hreyfiafl og nú keppast þjóðir heims við að virkja sköpunarkrafta sína. Árangur þess mun ráða miklu um samkeppnisfærni þeirra á 21. öldinni, um samfélagslega hagsæld og velferð í hverju landi. Íslensk stjórnvöld hafa þegar gripið til ýmissa aðgerða er að því snúa. Hvert og eitt okkar býr yfir hæfileikum til að láta gott af okkur leiða í samfélaginu. Áhugasviðin eru ólík, ástríðan liggur á ólíkum sviðum og við höfum ólíkar skoðanir. Í því liggja óendanleg verðmæti, bæði menningar- og efnahagsleg. Ég óska kennurum innilega til hamingju með Kennaradaginn, þakka þeim þeirra gjöfula og mikilvæga starf, og hvet til þess að við finnum öll og setjum sköpunina hið innra í forgang í skólum sem og annars staðar.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun