Ævintýrið um Hannes og Gretu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 4. október 2019 07:30 Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu, reyndar bara í fyrradag, tísti reiður prófessor á Twitter um unga stúlku. Prófessorinn hét Hannes og litla stúlkan Greta, Greta Thunberg frá Svíþjóð. Í þetta sinn skrifaði Hannes um orð og gjörðir Gretu litlu í loftslags- og umhverfismálum. Hannes hafði reyndar í gegnum tíðina oft tíst alls konar á Twitter og annars staðar og hafði áður skrifað um stúlkuna Gretu sem hann kallaði þá barnakrossfara. Greta hafði nefnilega líka verið svolítið reið. Hún hafði hrópað á torgum til að vekja athygli á loftslagsbreytingum sem hún sagði fjúkandi vond að eldri kynslóðirnar ættu alla sök á. „Unga fólkið, framtíðarkynslóðir munu aldrei fyrirgefa svik hinna eldri,“ hrópaði Greta og andlit hennar bar með sér bræði. Greta heimtaði aðgerðir strax gegn hamförum og hamfarahlýnun. Hannes var ekki sannfærður og tísti strax á móti eins og reyndar margir aðrir menn úti í heimi. Jafnvel forsetum var brugðið yfir stúlkubarni með skoðun. „Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert,“ tísti Hannes og rammaði svo inn röksemdafærsluna með því að tísta fastar: „Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Tónninn í þessu tísti var dálítið kunnuglegur, en kvót eru auðvitað ekkert verri þó aðrir hafi átt þau fyrst. „Why should I care about future generations? What have they ever done for me?“ er haft bandaríska höfundinum og grínistanum Groucho Marx, sem hefur einmitt verið talinn meistari grínsins.Loftslagsbreytingar konu Þegar ég var lítil stúlka í Svíþjóð eins og Greta elskaði ég ævintýri. Ævintýri æskunnar kenndu mér að skógurinn er alltaf hættulegur. Vonda nornin í skóginum var sennilega vegan og gekk gjarnan um með eitrað epli, sem einhver sálfræðingur gæti kannski sagt að sé ástæða þess að ég er í grunninn krítísk á svoleiðis mataræði. Sem kona hef ég enn gaman af ævintýrum en les þau með öðrum gleraugum. Ég vil skilja hvað sögupersónum gengur til og það skiptir mig máli hvernig sögupersónunum líður og hvernig þeim vegnar. Og nú sem kona á fimmtugsaldri get ég líka sagt að ég tengi við ævintýrið um Hannes og Gretu á dýpri hátt en þann sem birtist á yfirborði Twitter. Auðvitað fjallar ævintýrið um Hannes og Gretu um ógnir heimsins og hvar þær leynast. Það gera öll alvöru ævintýri. Auðvitað fjallar ævintýrið um loftslagsbreytingar, hamfarir og súrnun – en þessar breytingar getum við líka reynt og glímt við í okkar persónulega lífi, hamfarahlýnun, loftslagsbreytingar og í lokin súrnun. Og maður minn, kona á fimmtugsaldri þekkir loftslagsbreytingarnar sem á henni og systrum hennar dynja.Harmur Hannesar og Gretu Hannes og Greta upplifa í ævintýrinu hvort um sig lífsógnandi aðstæður. Greta litla ráfaði villt um í skóginum, sem er að vísu að eyðast, en fann þar engan brauðmola frá Hannesi sem gat vísað henni leið heim í öruggt skjól. Þess í stað fann Greta bara fótspor Hannesar, kolefnisfótspor hans. Og þar varð harmur sögunnar og trúnaðarbrestur, þegar í ljós kom að Greta hatar ekkert meira í heiminum öllum en einmitt kolefnisfótspor. Greta sigldi síðan alein, með myndatökuliði sínu og almannatenglum, týnd um súr höf heimsins í veðurhamförum loftslagsbreytinga. En það er meira í sögunni en velferð Gretu. Velferð Hannesar var líka alvarlega ógnað í ævintýrinu, því hann varð auðvitað fyrir því að stúlkubarnið var annarrar skoðunar en hann og hafði í ofanálag aldrei gert neitt sérstakt fyrir hann. Kannski stuðaði Greta litla líka vegna þess að öll erum við þannig að okkur finnst vont að láta skamma okkur. Og kannski stuðaði hún líka vegna þessa að hún er andlit reiðinnar og hræðslunnar og kannski stuðaði Greta vegna þess að hún gekk ekki í takt við Hannes. Og hvað gat þá annað gerst en að stúlkan villtist?Eins og mælt úr mínu móðurlífi Í ævintýrinu um Hannes og Gretu er reiðin í aðalhlutverki. Ævintýrið segir okkur nefnilega líka söguna af því hvernig dag maður þarf að eiga til að bilast gagnvart barni á Twitter. Ég get skilið hvernig dagur það er vegna þess að 48 klst. í mánuði fer líkami minn í gegnum svoleiðis hamfarir. Þegar þannig stendur á er lífið í HÁSTÖFUM. Svo það sé sagt þá vakna ég blessunarlega ekki alla daga við þá hugsun hvað ég er sammála Hannesi í lífinu en erfiða daga mánaðarins get ég tengt. Þegar ég vakna þannig finnst mér fólk almennt óþolandi og meira að segja Greta litla getur orðið pirrandi og verið fyrir mér alls staðar. Líka þegar hún er bara ein úti á hafi. Þetta er auðvitað engin óskastaða að vera í. En í þessari stöðu geta saklaus börn sem fárast yfir plaströrum alla daga líka verið dálítið pirrandi. Þar sem ég er sjálf að undirbúa mig undir það að fram undan er mín eigin hamfarahlýnun, súrnun og ef allt fer á versta veg: hörð hár í andliti þá skil ég dálítið Twitter-bræði Hannesar. Tístið er eins og mælt úr mínu móðurlífi á degi 26 í tíðahringnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Tengdar fréttir Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einu sinni fyrir ekki svo langa löngu, reyndar bara í fyrradag, tísti reiður prófessor á Twitter um unga stúlku. Prófessorinn hét Hannes og litla stúlkan Greta, Greta Thunberg frá Svíþjóð. Í þetta sinn skrifaði Hannes um orð og gjörðir Gretu litlu í loftslags- og umhverfismálum. Hannes hafði reyndar í gegnum tíðina oft tíst alls konar á Twitter og annars staðar og hafði áður skrifað um stúlkuna Gretu sem hann kallaði þá barnakrossfara. Greta hafði nefnilega líka verið svolítið reið. Hún hafði hrópað á torgum til að vekja athygli á loftslagsbreytingum sem hún sagði fjúkandi vond að eldri kynslóðirnar ættu alla sök á. „Unga fólkið, framtíðarkynslóðir munu aldrei fyrirgefa svik hinna eldri,“ hrópaði Greta og andlit hennar bar með sér bræði. Greta heimtaði aðgerðir strax gegn hamförum og hamfarahlýnun. Hannes var ekki sannfærður og tísti strax á móti eins og reyndar margir aðrir menn úti í heimi. Jafnvel forsetum var brugðið yfir stúlkubarni með skoðun. „Hvað hafa komandi kynslóðir gert fyrir okkur? Ekkert,“ tísti Hannes og rammaði svo inn röksemdafærsluna með því að tísta fastar: „Hvað höfum við gert fyrir komandi kynslóðir? Allt.“ Tónninn í þessu tísti var dálítið kunnuglegur, en kvót eru auðvitað ekkert verri þó aðrir hafi átt þau fyrst. „Why should I care about future generations? What have they ever done for me?“ er haft bandaríska höfundinum og grínistanum Groucho Marx, sem hefur einmitt verið talinn meistari grínsins.Loftslagsbreytingar konu Þegar ég var lítil stúlka í Svíþjóð eins og Greta elskaði ég ævintýri. Ævintýri æskunnar kenndu mér að skógurinn er alltaf hættulegur. Vonda nornin í skóginum var sennilega vegan og gekk gjarnan um með eitrað epli, sem einhver sálfræðingur gæti kannski sagt að sé ástæða þess að ég er í grunninn krítísk á svoleiðis mataræði. Sem kona hef ég enn gaman af ævintýrum en les þau með öðrum gleraugum. Ég vil skilja hvað sögupersónum gengur til og það skiptir mig máli hvernig sögupersónunum líður og hvernig þeim vegnar. Og nú sem kona á fimmtugsaldri get ég líka sagt að ég tengi við ævintýrið um Hannes og Gretu á dýpri hátt en þann sem birtist á yfirborði Twitter. Auðvitað fjallar ævintýrið um Hannes og Gretu um ógnir heimsins og hvar þær leynast. Það gera öll alvöru ævintýri. Auðvitað fjallar ævintýrið um loftslagsbreytingar, hamfarir og súrnun – en þessar breytingar getum við líka reynt og glímt við í okkar persónulega lífi, hamfarahlýnun, loftslagsbreytingar og í lokin súrnun. Og maður minn, kona á fimmtugsaldri þekkir loftslagsbreytingarnar sem á henni og systrum hennar dynja.Harmur Hannesar og Gretu Hannes og Greta upplifa í ævintýrinu hvort um sig lífsógnandi aðstæður. Greta litla ráfaði villt um í skóginum, sem er að vísu að eyðast, en fann þar engan brauðmola frá Hannesi sem gat vísað henni leið heim í öruggt skjól. Þess í stað fann Greta bara fótspor Hannesar, kolefnisfótspor hans. Og þar varð harmur sögunnar og trúnaðarbrestur, þegar í ljós kom að Greta hatar ekkert meira í heiminum öllum en einmitt kolefnisfótspor. Greta sigldi síðan alein, með myndatökuliði sínu og almannatenglum, týnd um súr höf heimsins í veðurhamförum loftslagsbreytinga. En það er meira í sögunni en velferð Gretu. Velferð Hannesar var líka alvarlega ógnað í ævintýrinu, því hann varð auðvitað fyrir því að stúlkubarnið var annarrar skoðunar en hann og hafði í ofanálag aldrei gert neitt sérstakt fyrir hann. Kannski stuðaði Greta litla líka vegna þess að öll erum við þannig að okkur finnst vont að láta skamma okkur. Og kannski stuðaði hún líka vegna þessa að hún er andlit reiðinnar og hræðslunnar og kannski stuðaði Greta vegna þess að hún gekk ekki í takt við Hannes. Og hvað gat þá annað gerst en að stúlkan villtist?Eins og mælt úr mínu móðurlífi Í ævintýrinu um Hannes og Gretu er reiðin í aðalhlutverki. Ævintýrið segir okkur nefnilega líka söguna af því hvernig dag maður þarf að eiga til að bilast gagnvart barni á Twitter. Ég get skilið hvernig dagur það er vegna þess að 48 klst. í mánuði fer líkami minn í gegnum svoleiðis hamfarir. Þegar þannig stendur á er lífið í HÁSTÖFUM. Svo það sé sagt þá vakna ég blessunarlega ekki alla daga við þá hugsun hvað ég er sammála Hannesi í lífinu en erfiða daga mánaðarins get ég tengt. Þegar ég vakna þannig finnst mér fólk almennt óþolandi og meira að segja Greta litla getur orðið pirrandi og verið fyrir mér alls staðar. Líka þegar hún er bara ein úti á hafi. Þetta er auðvitað engin óskastaða að vera í. En í þessari stöðu geta saklaus börn sem fárast yfir plaströrum alla daga líka verið dálítið pirrandi. Þar sem ég er sjálf að undirbúa mig undir það að fram undan er mín eigin hamfarahlýnun, súrnun og ef allt fer á versta veg: hörð hár í andliti þá skil ég dálítið Twitter-bræði Hannesar. Tístið er eins og mælt úr mínu móðurlífi á degi 26 í tíðahringnum.
Segir að komandi kynslóðir hafi ekkert gert fyrir okkur Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifaði um baráttukonuna Gretu Thunberg á Twitter síðu sína í kvöld. 2. október 2019 22:50
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar