Við þurfum að breyta viðhorfum okkar til neyslu Drífa Snædal skrifar 4. október 2019 15:07 Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira. Sem betur fer erum við ekki lengur í skotgröfum þeirra sem vilja vernda umhverfið og þeirra sem vilja stóriðju; flestir gera sér grein fyrir að umhverfissjónarmið verða að ráða í ákvörðunum næstu ára og áratuga, í atvinnuuppbyggingu sem öðru. Annað gæti orðið okkur afar dýrkeypt, svo ekki sé talað um þá alþjóðasáttmála sem við höfum undirritað og undirgengist. Málþingið í gær var upphafið að opinni umræðu ASÍ um umhverfismál og er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin er í. Bæði hér á lanfi og á alþjóðavettvangi. Heimurinn er að breytast og við erum tilbúin til að verja hagsmuni launafólks á þeirri vegferð. Góða helgi, DrífaHöfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Tengdar fréttir Bein útsending: Engin störf á dauðri jörð ASÍ stendur fyrir umhverfisþingi í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við. 3. október 2019 08:00 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Það var frekar myrk yfirskriftin á málþingi umhverfisnefndar ASÍ í gær: „Engin störf á dauðri jörð“, en tilefni er ærið. Við höfum áratug til að vinda ofan af neyslunni, útblæstrinum og hinum vestræna lífstíl áður en stefnir í óefni. Við þurfum að hafa hraðar hendur. Verkalýðshreyfingin í heiminum verður að leika þar lykilhlutverk. Þær stóru ákvarðanir sem teknar verða mega ekki verða til þess að auka misskiptingu á milli fólks, landsvæða og heimshluta heldur þvert á móti að búa til betri störf og aukin lífsgæði fyrir fjöldann. Sanngjörn umskipti eru hér lykilorð. Vandinn sem við erum í, að þurfa tæpar tvær jarðir til að standa undir núverandi neyslu, setur kastljósið á misskiptingu gæðanna, græðgisvæðingu og kerfi sem elur af sér að mikill vill sífellt meira. Sem betur fer erum við ekki lengur í skotgröfum þeirra sem vilja vernda umhverfið og þeirra sem vilja stóriðju; flestir gera sér grein fyrir að umhverfissjónarmið verða að ráða í ákvörðunum næstu ára og áratuga, í atvinnuuppbyggingu sem öðru. Annað gæti orðið okkur afar dýrkeypt, svo ekki sé talað um þá alþjóðasáttmála sem við höfum undirritað og undirgengist. Málþingið í gær var upphafið að opinni umræðu ASÍ um umhverfismál og er bara fyrsta skrefið í þeirri vegferð sem verkalýðshreyfingin er í. Bæði hér á lanfi og á alþjóðavettvangi. Heimurinn er að breytast og við erum tilbúin til að verja hagsmuni launafólks á þeirri vegferð. Góða helgi, DrífaHöfundur er forseti ASÍ.
Bein útsending: Engin störf á dauðri jörð ASÍ stendur fyrir umhverfisþingi í dag þar sem fjallað verður um áhrif loftslagsbreytinga á vinnumarkaðinn og hvernig verkalýðshreyfingin geti brugðist við. 3. október 2019 08:00
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar