Einn áhugaverðasti bardagi ársins fyrir framan 50.000 áhorfendur í Ástralíu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. október 2019 08:00 UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
UFC 243 fer fram um helgina á sunnudagsmorgni í Ástralíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Robert Whittaker og Israel Adesanya í einum mest spennandi bardaga ársins. Það verða rúmlega 50.000 manns á Marvel leikvanginum í Melbourne, Ástralíu, þegar UFC 243 fer fram. Aðalbardagi kvöldsins verður sá stærsti sem Eyjaálfa hefur séð en þar mætast Ástralinn Robert Whittaker og Ný-Sjálendingurinn Israel Adesanya. Whittaker er ríkjandi millivigtarmeistari en langt er liðið síðan hann sást síðast í búrinu. Í millitíðinni hefur Israel Adesanya sankað að sér sigrunum og tryggði sér bráðabirgðartitilinn í apríl með sigri á Kelvin Gastelum í besta bardaga ársins hingað til. Robert Whittaker mætti Yoel Romero í júní 2018 og sigraði eftir magnaðan bardaga. Síðan þá hefur óheppnin elt hann. Whittaker braut á sér höndina í bardaganum og var lengi frá. Þegar hann var búinn að jafna sig á meiðslunum fékk hann slæma sýkingu og hlaupabólu sem hélt honum lengi frá búrinu. Þegar Whittaker var loksins búinn að jafna sig átti hann að mæta Kelvin Gastelum í febrúar. Sama dag og bardaginn átti að fara fram reyndist Whittaker vera með slæmt kviðslit og var hann strax sendur í uppskurð. Rétt fyrir aðgerðina reyndi Whittaker að sannfæra læknana um að leyfa sér að berjast en hafði ekki erindi sem erfiði. Whittaker hefur því aðeins barist tvisvar síðan í júlí 2017 en í bæði skiptin mætti hann Yoel Romero í gríðarlega erfiðum bardögum. Þó Whittaker sé bara 28 ára er spurning í hvernig ásigkomulagi Whittaker er í dag. Hann var 50 mínútur í búrinu með Yoel Romero og voru það 10 harðar lotur sem tóku sinn toll á Whittaker. Auk þess hefur hann glímt við mikil meiðsli og spurning hvort Whittaker sé ennþá sami bardagamaður. Israel Adesanya ætlar svo sannarlega að reyna að svara þeirri spurningu. Á meðan Whittaker hefur verið fjarverandi hefur Adesanya barist sex bardaga í UFC og unnið sig upp meðal þeirra bestu. Adesanya sýndi að hann er miklu meira en bara skemmtilegur bardagamaður með stæla þegar hann sigraði Kelvin Gastelum í apríl. Bardaginn var virkilega jafn og þurfti Adesanya að vaða í gegnum eld og brennistein til að innsigla sigur í 5. lotu. Bardaginn er einn sá áhugaverðasti í UFC um þessar mundir. Whittaker hefur unnið níu bardaga í röð og Adesanya sex en þetta eru tvær lengstu sigurgöngurnar í millivigtinni þessa stundina. Þetta eru því án nokkurs vafa tveir af þeim bestu í millivigtinni og tveir menn sem eru þekktir fyrir að vera í skemmtilegum bardögum. UFC 243 fer fram í sömu höll og þegar Holly Holm rotaði Rondu Rousey á UFC 193. Þá sáu 56.214 manns sögulegan sigur Holm og nú er spurning hvort álika söguleg stund eigi sér stað á UFC 243. UFC 243 fer fram á laugardaginn (aðfaranótt sunnudags) en bein útsending hefst kl. 2:00 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira