Pablo Sarabia kom PSG yfir á 13. mínútu og fjórtán mínútum síðar var það Maurco Icardi sem tvöfaldaði forystuna.
Icardi var einmitt á skotskónum í vikunni er PSG vann 1-0 sigur á Galatasaray en þriðja markið skoraði Idrissa Gueye.
Gueye var samherji Gylfa Sigurðssonar hjá Everton á síðustu leiktíð en hann hefur byrjað vel hjá PSG.
@IGanaGueye for @PSG_Inside:
8 Games
8 Wins
0 Draws
0 Defeats
1 Goal Scored
0 Goals Conceded
Midfield general. pic.twitter.com/aTDl76gB3Z
— SPORF (@Sporf) October 5, 2019
Fjórða og síðasta markið gerði brasilíska stórstjarnan Neymar en markið kom í uppbótartímanum. Lokatölur 4-0.
PSG er á toppi deildarinnar með 21 stig en Nantes og Angers eru í öðru og þriðja sætinu með 16 stig. Nantes á þó leik til góða.