Börnin hanga á skjánum en hafa ekki aldur til Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2019 09:30 Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira