Börnin hanga á skjánum en hafa ekki aldur til Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 6. október 2019 09:30 Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“ Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira
Um helmingur barna sem ekki hafa aldur til eru á samfélagsmiðlum. Eftir því sem börnin eyða meiri tíma í skjánotkun því líklegra er að þau upplifi depurð, einmanaleika og svefnvandamál. Síðasta vor lagði Rannsókn og greining könnun fyrir öll börn í fimmta, sjötta og sjöunda bekk. Rannsakandi segir börn almennt vera móður- og föðurbetrunga. Foreldrar þurfi þó að vera vakandi fyrir hættumerkjum. „Einn af áhættuþáttunum þegar kemur að vímuefnaneyslu eða frávikshegðun er hangs. Óskipulagt hangs. Og það má segja að krakkarnir okkar eru að stórum hluta að hanga eins og við, á netinu eða skjánum í dag, sem við gerðum í sjoppum eða Kringlunni áður fyrr,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Og börnin virðast hanga á skjánum. Fjörutíu prósent tíu ára drengja eru á samfélagsmiðlum daglega, ríflega helmingur ellefu ára drengja og nær sjötíu prósent tólf ára drengja. Tæplega helmingur tíu ára stúlkna eru á samfélagsmiðlum á hverjum degi, nær sjötíu prósent ellefu ára stúlkna og nær níutíu prósent tólf ára stúlkna.Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.Skjáskot/Stöð 2Sjö prósent tólf ára stráka eru meira en fjórar klukkustundir á hverjum degi á miðlunum og tíu prósent stúlkna. „Ef að krakkarnir eru að eyða miklum tíma í skjánotkun, samfélagsmiðlar eða tölvur þá upplifa þau einhvers konar vanlíðan, eru líklegri til þess, eins og að eiga erfitt með að sofna eða sofa, líða illa, eru einmana eða litla matarlyst. Þannig að við sjáum mjög sterk tengsl þar við.“ Það sést skýrt í niðurstöðum rannsóknarinnar. Nær þriðjungur barna sem eru 2-3 klukkustundir á samfélagsmiðlum daglega eiga erfitt með svefn og ríflega fjörutíu prósent þeirra sem eru meira en fjórar klukkustundir daglega eiga erfitt með að sofna eða sofa. Þess skal getið að samfélagsmiðlar eru bannaðir börnum yngri en þrettán ára og það af ástæðu. „Samfélagsmiðlaöppin eru hönnuð til að gera okkur „hooked“ [e. háð] og ég held að við fullorðna fólkið séum alveg meðvituð um þau áhrif sem þetta hefur.“ Margrét bendir á að tæknin sé mannanna verk og það sé hlutverk foreldra að setja ramma og reglur með hag barnsins í huga - og vera góðar fyrirmyndir. „Ég held að við höfum bara öll svolítið gott af því að vinda ofan af því hve miklum tíma við eyðum í skjáinn.“
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira