Fótbolti

Rostov vann Íslendingaslaginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnar gat ekki verið með Rostov vegna veikinda
Ragnar gat ekki verið með Rostov vegna veikinda vísir/getty
Rostov fór illa með CSKA Moskvu í slag Íslendingaliða í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA en Hörður Björgvin Magnússon sat á varamannabekknum. Bakvörðurinn meiddist á fimmtudag og gat ekki spilað leikinn. Hvorki Ragnar Sigurðsson né Björn Bergmann Sigurðarson voru í leikmannahópi Rostov.

Rostov vann þægilegan sigur í leiknum. Khoren Bayramyan kom þeim yfir á 11. mínútu og skoraði svo aftur seint í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik skoraði Eldor Shomurodov þriðja mark Rostov áður en CSKA náði að minnka muninn undir lok leiksins með marki frá Nikola Vlasic.

Sigurinn þýðir að Rostov fer á topp deildarinnar en þrátt fyrir að CSKA sé aðeins stigi á eftir Rostov sitja þeir í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×