Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 18:15 "Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar.“ Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05. Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05.
Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15
Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30