Segir frjálsa flutninga vinnuafls grafa undan hagsmunum verkafólks Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 18:15 "Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar.“ Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05. Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir lítið sem ekkert rætt um „dökku parta“ fjórfrelsisins hér á landi. Frjálsir flutningar verkafólks geri það að verkum að erfiðara sé að krefjast hærri launa fyrir láglaunafólk hér á landi þar sem ódýrara vinnuafl sé flutt inn í staðinn. Sólveig Anna var á meðal gesta Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem þessi mál voru rædd. „Sú staðreynd að með því að það sé hægt að flytja hópa vinnuaflsins á milli landa grefur náttúrulega að mjög mörgu leyti undan hagsmunum okkar sem seljum aðgang að vinnuaflinu okkar. Þar er hægt að tala um þá pressu sem verður á það að geta haldið launum niðri þegar atvinnurekendur, kapítalistar, geta ávallt stækkað pottinn sem þeir svo veiða vinnandi hendurnar úr,“ segir Sólveig Anna. Að hennar sögn er um það bil helmingur félagsmanna Eflingar aðflutt verkafólk sem sé oft að flýja ómannúðlegar aðstæður í heimalandinu. Hérna á Íslandi bíði þeirra oft ekki betri aðstæður. „Ég nefndi hérna starfsmannaleigur, við hér á Íslandi höfum fengið að fylgjast með því í fjölmiðlum hvernig fer fyrir mörgum þeirra sem koma þannig hingað. Við inn í Eflingu erum að díla við geigvænleg vandamál sem hafa fylgt því að hér hefur verið opnað mjög rösklega á innflæði vinnuafls en hagsmunagæsla, henni hefur ekki verið sinnt að sama skapi af hálfu þeirra sem fara með völd í þessu samfélagi.“ Hún segir aðflutt verkafólk oft ekki meðvitað um réttindi sín og verði því fyrir slæmri meðferð á vinnumarkaði og oft á tíðum launaþjófnaði. Slík mál komi í sífellt auknu mæli inn á borð Eflingar. „Ég fór núna fyrir helgi og heimsótti vinnustað þar sem eiginlega allir starfsmennirnir, ef ekki allir, eru útlendingar sem hingað koma til þess að vinna. Þau eru öll upp á sinn atvinnurekanda kominn með húsnæði sem segir okkur, ef við erum með örðu af viti í kollinum, hversu viðkvæmri stöðu þetta fólk er í,“ segir Sólveig Anna. „Öll þessi stórkostlegu vandamál, þau hafa algjörlega fallið í skuggann af því að hér geti meðlimir millistéttarinnar farið og sótt nám hingað og þangað og svo framvegis.“Víglínan er í heild sinni í spilaranum hér að neðan en viðtalið við Sólveigu Önnu og Oddnýju byrjar á mínútu 22:05.
Kjaramál Vinnumarkaður Víglínan Tengdar fréttir Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00 Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15 Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30 Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför Í gær var birt skýrsla á vegum utanríkisráðuneytisins, um EES-samstarfið. Kemur þar fram að nær allir viðmælendur starfshóps, sem Björn Bjarnason fór fyrir, töldu EES-samninginn lifa góðu lífi. 2. október 2019 06:00
Nefnd um kosti og galla EES segir samninginn hafa valdið straumhvörfum Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði í ágúst í fyrra, að beiðni þrettán þingmanna til að kanna kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 13:15
Valddreifing innan EES hefur aukist að mati nefndar utanríkisráðherra Nefnd sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna í ágúst í fyrra til að kanna kosti og galla EES-samningsins skilaði skýrslu sinni í dag. 1. október 2019 19:30