Ráðist verður í endurheimt gróðurfars í Vopnafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 6. október 2019 19:55 Elsa Möller, skógfræðingur og verkefnastjóri skógræktar í Vopnafirði. Stöð 2 Á næstu árum verður reynt að breyta og bæta landsvæði nærri Selá við Vopnafjörð. Ráðist verður í nýskógrækt og endurheimt gróðurfars. Verkefnið er hluti af verkefni Jim Ratcliffes við verndun laxastofnsins á svæðinu. Eins og áður hefur komið fram hefur auðkýfingurinn og fjárfestirinn Jim Ratcliffe keypt landsvæði með þekktum laxveiðiám á Norðausturlandi í gegnum fjárfestingafélagið sitt INEOS Group. Uppbygging hans er sögð hluti af aðgerðum til verndar laxinum, sem áætlaðar eru á næstu fimm árum, og snúa að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er fyrirhugað að frjóvguðum hrognum verði sleppt í þessum ám í miklu magni, auk Selár.Hluti þessara aðgerða snýr að gróðurfari á svæðinu og hefur skógræktarsvið Vopnafjarðarhrepps verið fengið til þess að reyna að breyta og bæta landsvæði nærri laxveiðiám með endurheimt gróðurfars og nýskógrækt í huga til þess að bæta lífsskilyrði laxa á svæðinu. „Þetta er mjög flókið verkefni og þetta er mjög stór verkefni og spennandi og ég held að þetta sé fyrsta verkefnið hér á Íslandi sem er sett af stað af einkaaðila,“ segir Elsa Möller, skógfræðingur og verkefnisstjóri skógræktar í Vopnafirði. Elsa bendir á að til sé nokkur þekking erlendis, um áhrif eyðingar trjáa með fram ám, en lítil vitneskja sé um áhrif nýskógræktar. Hún segir veðurfarið á Norðausturlandi sérstakt í ljósi þess að sumar þar er stutt og veturnir langir sem hafi áhrif á gróðurfar. Á svæðinu sé mun kaldara en annars staðar. „Þetta langtímaverkefni. Við vitum mjög margt um hvað gerist ef maður tekur skóg í burtu frá árfarveginum sem hefur mjög neikvæð áhrif og gerist býsna hratt en við vitum bara mjög lítið um hvað gerist við árfarveg ef við plöntum í kringum hann og þetta er eitthvað sem ég mun aldrei sjá árangurinn af. En við verðum að byrja og við verðum að sjá hvað gerist og kannski gætum við bætt lífríkið kannski mun þetta verða til bóta til framtíðar,“ segir Elsa. Skógrækt og landgræðsla Vopnafjörður Tengdar fréttir Ein aðalástæðan fyrir jarðarkaupum Ratcliffes er að vernda íslenska laxinn Fulltrúi breska auðjöfursins Jim Ratcliffes segir eina aðal ástæðu þess að hann fjárfesti í jörðum hér á landi, að vernda íslenska laxastofninn og umhverfi hans. 12. ágúst 2019 18:45 Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe kom yfirtökunni á Nice í gegnum kerfið Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. 22. ágúst 2019 12:00 Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu. 23. september 2019 22:30 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Á næstu árum verður reynt að breyta og bæta landsvæði nærri Selá við Vopnafjörð. Ráðist verður í nýskógrækt og endurheimt gróðurfars. Verkefnið er hluti af verkefni Jim Ratcliffes við verndun laxastofnsins á svæðinu. Eins og áður hefur komið fram hefur auðkýfingurinn og fjárfestirinn Jim Ratcliffe keypt landsvæði með þekktum laxveiðiám á Norðausturlandi í gegnum fjárfestingafélagið sitt INEOS Group. Uppbygging hans er sögð hluti af aðgerðum til verndar laxinum, sem áætlaðar eru á næstu fimm árum, og snúa að því að útvíkka hrygningarsvæði laxins með byggingu nýrra laxastiga í Hafralónsá, Hofsá og Miðfjarðará í Vopnafirði. Þá er fyrirhugað að frjóvguðum hrognum verði sleppt í þessum ám í miklu magni, auk Selár.Hluti þessara aðgerða snýr að gróðurfari á svæðinu og hefur skógræktarsvið Vopnafjarðarhrepps verið fengið til þess að reyna að breyta og bæta landsvæði nærri laxveiðiám með endurheimt gróðurfars og nýskógrækt í huga til þess að bæta lífsskilyrði laxa á svæðinu. „Þetta er mjög flókið verkefni og þetta er mjög stór verkefni og spennandi og ég held að þetta sé fyrsta verkefnið hér á Íslandi sem er sett af stað af einkaaðila,“ segir Elsa Möller, skógfræðingur og verkefnisstjóri skógræktar í Vopnafirði. Elsa bendir á að til sé nokkur þekking erlendis, um áhrif eyðingar trjáa með fram ám, en lítil vitneskja sé um áhrif nýskógræktar. Hún segir veðurfarið á Norðausturlandi sérstakt í ljósi þess að sumar þar er stutt og veturnir langir sem hafi áhrif á gróðurfar. Á svæðinu sé mun kaldara en annars staðar. „Þetta langtímaverkefni. Við vitum mjög margt um hvað gerist ef maður tekur skóg í burtu frá árfarveginum sem hefur mjög neikvæð áhrif og gerist býsna hratt en við vitum bara mjög lítið um hvað gerist við árfarveg ef við plöntum í kringum hann og þetta er eitthvað sem ég mun aldrei sjá árangurinn af. En við verðum að byrja og við verðum að sjá hvað gerist og kannski gætum við bætt lífríkið kannski mun þetta verða til bóta til framtíðar,“ segir Elsa.
Skógrækt og landgræðsla Vopnafjörður Tengdar fréttir Ein aðalástæðan fyrir jarðarkaupum Ratcliffes er að vernda íslenska laxinn Fulltrúi breska auðjöfursins Jim Ratcliffes segir eina aðal ástæðu þess að hann fjárfesti í jörðum hér á landi, að vernda íslenska laxastofninn og umhverfi hans. 12. ágúst 2019 18:45 Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe kom yfirtökunni á Nice í gegnum kerfið Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. 22. ágúst 2019 12:00 Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu. 23. september 2019 22:30 Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ein aðalástæðan fyrir jarðarkaupum Ratcliffes er að vernda íslenska laxinn Fulltrúi breska auðjöfursins Jim Ratcliffes segir eina aðal ástæðu þess að hann fjárfesti í jörðum hér á landi, að vernda íslenska laxastofninn og umhverfi hans. 12. ágúst 2019 18:45
Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe kom yfirtökunni á Nice í gegnum kerfið Þriðji ríkasti maður Bretland hefur nú formlega bætt við einu fótboltafélagi á langan eignalista sinn. 22. ágúst 2019 12:00
Tilgangur Jim Ratcliffe sagður bara einn Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe vinnur nú að uppbyggingu lax og lífríkis í ám á Norðausturlandi. Talsmaður hans segir Íslendinga ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur af fyrirætlunum hans því verkefnið sé bara eitt. Að bjarga laxastofninum á svæðinu. 23. september 2019 22:30
Víðtæk áhrif á Atlantshafslax af áformum Ratcliffes ólíkleg Formaður Landssambands veiðifélaga telur ekki ólíklegt að fyrirhugaðar framkvæmdir Jims Ratcliffe gætu haft jákvæð áhrif í þeim ám sem framkvæmdirnar snúa að. Hins vegar geri þær lítið fyrir stofninn í heild sinni. Sveitarstjórnarrráðherra undrast seinagang í stjórnsýslunni og vill lagafrumvarp í haust. 7. ágúst 2019 06:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?