Sókninni gegn EES hrundið Davíð Stefánsson skrifar 7. október 2019 07:00 Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði að beiðni þrettán þingmanna um mat á EES-samningnum skilaði skýrslu sinni í vikunni. Verkefnið var að leggja mat á ávinning Íslands af þátttökunni í EES-samstarfinu. Vandað var til verka hjá starfshópnum undir forystu Björns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra. Rætt var við 147 manns frá fjórum ríkjum, aðildin sett í sögulegt samhengi, og ítarlega farið yfir flesta þætti framkvæmdar EES-samningsins. Niðurstaða skýrslunnar er mjög eindregin: Aðild að innri markaði Evrópu hefur verið Íslandi mikið gæfuspor. Án EES-samningsins væri hætta á einangrun, stöðnun og afturför í íslensku þjóðlífi. Með þátttöku í innri markaði Evrópu tók íslenskt þjóðfélag miklum stakkaskiptum. Í aldarfjórðung hefur fólki og fyrirtækjum verið tryggð jöfn staða, lagalegur grunnur og fyrirsjáanleiki. Stuðlað hefur verið að nýsköpun, samkeppnishæfni og velsæld. Átakanleg umræðan um þriðja orkupakkann sýndi að ýmsir stjórnmálamenn sáu eingöngu ásælni erlendra þjóða í stað tækifæra til samstarfs. Skýrslan segir aðkomu Íslendinga að fagstofnunum Evrópusambandsins ekki ögrun við þjóðina heldur tækifæri til aukinna áhrifa á mótun mála innan EES. Þar segir einnig að með fjölþjóðasamvinnu gætum við mun betur íslenskra hagsmuna en með gerð tvíhliða samninga. EES myndar ramma fyrir víðtæka lögbundna fjölþjóðlega samvinnu í Evrópu: „Einstakir tvíhliða samningar eru, þótt mikilvægir séu, aldrei jafngildir aðild að fjölþjóðlegu markaðsbandalagi. … Sameiginlegar leikreglur viðskipta með viðurkenndum gjaldmiðli skapa skilvirkni og stuðla að framþróun atvinnulífs.“ Þetta fer gegn þeirri furðulegu stefnu margra forystumanna íslenskra stjórnmála að alþjóðatengsl Íslands eigi að byggjast að mestu á tvíhliða samningum. Lítið fer nú fyrir öllum tækifærunum við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þeir sem óskuðu eftir skýrslunni ráku flestir harða andstöðu gegn þriðja orkupakkanum. Þar lögðust allir á eitt: Morgunblaðið, hávær harðlínuöfl í Sjálfstæðisflokknum og Miðflokkurinn. Þar drógu talsmenn einangrunar og þjóðrembu í efa nauðsyn alþjóðasamvinnu og fundu sér stöðugt tilefni til að mótmæla alþjóðlegum skuldbindingum og Evrópusamvinnu. En þessi barátta hefur haft þveröfugar afleiðingar. Sókninni var hrundið og það staðfest sem kannanir hafa sýnt að drjúgur meirihluti Íslendinga telur hagsæld landsins byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu. Skipbrot æsingamannanna er algjört. Ef eitthvað er hefur stuðningur við aðild að innri markaði Evrópu aukist. Samsæriskenningar stóðust ekki rök sem byggðust á málefnalegri þekkingu og yfirvegun. Þar er skýrslan um EES sterkt framlag.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun