„Hljómsveitin er svo hrikalega góð að ég myndi ekki vilja fara á svið á eftir þeim", var haft eftir Roger Taylor, trommara Queen um bandið árið 2015.
The Ultimate Queen celebration var sérstaklega búin til svo dyggir aðdáendur um allan heim gætu upplifað lög hljómsveitarinnar Queen en ekki síður til þess að kynna Queen fyrir nýrri kynslóð. Mark Martel þykir syngja nánast eins og Freddie heitinn Mercury en Martel syngur til að mynda mörg laganna í myndinni Bohemian Rhapsody.
Takmarkaður miðafjöldi
Queen aðdáendur ættu ekki að láta þennan stórviðburð fram hjá sér fara. Tónleikarnir fara fram dagana 8. og 9. apríl 2020. Miðasala hefst þriðjudaginn 15.október, en póstlistáskrifendur Miða.is fá forskot á sæluna degi fyrr eða þann 14.október. Tónleikarnir verða sitjandi og því um takmarkað magn miða að ræða.
Þessi kynning er unnin í samstarfi við Teamwork Event.