Geggjað stuð á Akureyri Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 8. október 2019 08:00 Stjórn Grófarinnar 2019-2020. Grófin fagnar sex ára afmæli á alþjóðlega geðverndardeginum og verður með opið hús fyrir þá sem vilja kynnast starfinu. Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á fimmtudaginn en sama dag er sex ára afmæli Grófarinnar gerðverndarmiðstöðvar á Akureyri. Grófin heldur tónleika á Græna hattinum af þessu tilefni. „Frá því við stofnuðum Grófina höfum við vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi forvarna fyrir samfélagið. Það er nefnilega þannig að á minni stöðum þarf stundum að hafa meira fyrir því að opna á það sem hefur verið falið svo lengi eins og geðsjúkdómar. Sem betur fer hefur Grófin geðverndarmiðstöð haft mikil áhrif fyrir samfélagið þar sem margir hafa stutt vel við okkar starf á einn eða annan hátt,“ segir Eymundur Eymundsson, einn stofnenda Grófarinnar. Á afmælisdaginn 10. október verður opið hús í Grófinni frá klukkan 14.00 til 16.00 og um kvöldið verða haldnir tónleikar á Græna hattinum þar sem fram koma fjölmargar hljómsveitir og tónlistarfólk auk tæknifólks sem allt ætlar að gefa vinnuna sína.Eymundur Eymundsson einn stofnenda Grófarinnar segir mikilvægt starf fara fram hjá miðstöðinni.FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNNÁ tónleikunum koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir, Lost, Bootlegs, Hvanndalsbræður, Magni Ásgeirsson, pönkhljómsveitin Kaktus hvítlaukur, DDT skordýraeitur, Rúnar Eff, Ívan og Garðar og Ingvi og félagar. Þetta verður því sannkölluð rokkhátíð. „Allur ágóði af miðasölu rennur beint til styrktar því góða starfi sem fram fer í Grófinni, við erum mjög þakklát listamönnunum og tæknifólkinu sem kemur meðal annars alla leið frá Reykjavík og Norðfirði og gefur vinnuna sína í þágu málstaðarins,“ segir Eymundur.Grófin gegnir mikilvægu hlutverki Grófin er virknimiðstöð fyrir fólk sem glímir við geðrænan vanda eða félagslega einangrun og vill valdeflast og vinna í sínum bata. Grófin stendur fyrir ýmiss konar hópastarfi, félagsstarfi og fræðsluviðburðum fyrir almenning auk þess að bjóða upp á fræðslu í skólum fyrir ungmenni. „Við höfum fengið sterk og jákvæð viðbrögð frá samfélaginu og margir hafa stutt við starfið á einn eða annan hátt. Við höfum sinnt ýmiss konar samfélagslegri fræðslu um allt það sem viðkemur geðröskun. Fengið fagaðila og fólk með reynslu af geðröskun í bata til að deila reynslu sinni og eins höfum við átt góða samvinnu við Háskólann á Akureyri,“ segir Eymundur sem sjálfur hefur farið í alla grunnskóla og framhaldsskóla á Norðurlandi og sagt frá reynslu sinni af félagsfælni sem hann hefur glímt við frá barnæsku og bataferlinu.Vonast eftir meira fjármagni „Það mætti segja að Grófin sé Geðhjálp, Hlutverkasetur og Hugarafl hér norðan heiða. Við höfum bara því miður ekki úr jafn miklum peningum að moða frá ríki eins og félagasamtök sunnan heiða miðað við þá starfsemi sem fer fram og við vonumst til að ríkið muni bæta úr því.“ Eymundur segir að Grófin sé mjög mikilvæg fyrir samfélagið fyrir norðan og allir eru velkomnir þangað hvort sem þeir glíma við geðræn vandamál eða langar bara að koma og kynna sér starfsemina. „Það hefur sýnt sig með öllum þeim stuðningi og jákvæðni sem við fáum. Tónleikarnir eru eitt af mörgum stórum púslum í því að vekja athygli á geðheilsu og öllu því góða sem hér er gert. Lífið er ekki sjálfgefið og geðheilsa skiptir alla máli. Með opnara samfélagi gefum við öðrum tækifæri til að koma út úr skápnum og byggja upp sitt líf.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er á fimmtudaginn en sama dag er sex ára afmæli Grófarinnar gerðverndarmiðstöðvar á Akureyri. Grófin heldur tónleika á Græna hattinum af þessu tilefni. „Frá því við stofnuðum Grófina höfum við vakið fólk til umhugsunar um mikilvægi forvarna fyrir samfélagið. Það er nefnilega þannig að á minni stöðum þarf stundum að hafa meira fyrir því að opna á það sem hefur verið falið svo lengi eins og geðsjúkdómar. Sem betur fer hefur Grófin geðverndarmiðstöð haft mikil áhrif fyrir samfélagið þar sem margir hafa stutt vel við okkar starf á einn eða annan hátt,“ segir Eymundur Eymundsson, einn stofnenda Grófarinnar. Á afmælisdaginn 10. október verður opið hús í Grófinni frá klukkan 14.00 til 16.00 og um kvöldið verða haldnir tónleikar á Græna hattinum þar sem fram koma fjölmargar hljómsveitir og tónlistarfólk auk tæknifólks sem allt ætlar að gefa vinnuna sína.Eymundur Eymundsson einn stofnenda Grófarinnar segir mikilvægt starf fara fram hjá miðstöðinni.FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNNÁ tónleikunum koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir, Lost, Bootlegs, Hvanndalsbræður, Magni Ásgeirsson, pönkhljómsveitin Kaktus hvítlaukur, DDT skordýraeitur, Rúnar Eff, Ívan og Garðar og Ingvi og félagar. Þetta verður því sannkölluð rokkhátíð. „Allur ágóði af miðasölu rennur beint til styrktar því góða starfi sem fram fer í Grófinni, við erum mjög þakklát listamönnunum og tæknifólkinu sem kemur meðal annars alla leið frá Reykjavík og Norðfirði og gefur vinnuna sína í þágu málstaðarins,“ segir Eymundur.Grófin gegnir mikilvægu hlutverki Grófin er virknimiðstöð fyrir fólk sem glímir við geðrænan vanda eða félagslega einangrun og vill valdeflast og vinna í sínum bata. Grófin stendur fyrir ýmiss konar hópastarfi, félagsstarfi og fræðsluviðburðum fyrir almenning auk þess að bjóða upp á fræðslu í skólum fyrir ungmenni. „Við höfum fengið sterk og jákvæð viðbrögð frá samfélaginu og margir hafa stutt við starfið á einn eða annan hátt. Við höfum sinnt ýmiss konar samfélagslegri fræðslu um allt það sem viðkemur geðröskun. Fengið fagaðila og fólk með reynslu af geðröskun í bata til að deila reynslu sinni og eins höfum við átt góða samvinnu við Háskólann á Akureyri,“ segir Eymundur sem sjálfur hefur farið í alla grunnskóla og framhaldsskóla á Norðurlandi og sagt frá reynslu sinni af félagsfælni sem hann hefur glímt við frá barnæsku og bataferlinu.Vonast eftir meira fjármagni „Það mætti segja að Grófin sé Geðhjálp, Hlutverkasetur og Hugarafl hér norðan heiða. Við höfum bara því miður ekki úr jafn miklum peningum að moða frá ríki eins og félagasamtök sunnan heiða miðað við þá starfsemi sem fer fram og við vonumst til að ríkið muni bæta úr því.“ Eymundur segir að Grófin sé mjög mikilvæg fyrir samfélagið fyrir norðan og allir eru velkomnir þangað hvort sem þeir glíma við geðræn vandamál eða langar bara að koma og kynna sér starfsemina. „Það hefur sýnt sig með öllum þeim stuðningi og jákvæðni sem við fáum. Tónleikarnir eru eitt af mörgum stórum púslum í því að vekja athygli á geðheilsu og öllu því góða sem hér er gert. Lífið er ekki sjálfgefið og geðheilsa skiptir alla máli. Með opnara samfélagi gefum við öðrum tækifæri til að koma út úr skápnum og byggja upp sitt líf.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira