Mikil andstaða við þvinganir Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2019 08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni með hugmyndir sveitarstjórnarráðherra um lágmarksstærð sveitarfélaga. Vilja margir meina að lögþvingun sem þessi geti ekki talist góð og að frumkvæðið verði að koma frá íbúunum sjálfum. Líklegt þykir þó að málið nái fram að ganga á þingi áður en þingið fer í sumarfrí á næsta ári. Þau sveitarfélög sem minnst eru og fá því hlutfallslega mest fyrir að sameinast öðrum sveitarfélögum samkvæmt tillögum Sigurðar Inga, eru hvað mest á móti þessum áformum. Telja mörg sveitarfélög það óskynsamlegt að þvinga sameiningu í gegn með þessum hætti. Benda mörg hver á að minni sveitarfélögin séu oftar en ekki betur rekin en þau stærri.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, eins minnsta sveitarfélags landsins, segir þetta ótækt. Hann hefur einnig reynslu af sveitarstjórnarstörfum í stærri sveitarfélögum þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði á 10. áratug síðustu aldar. „Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Það þarf að horfa á þessa þætti betur en að miða við einhverja íbúatölu því aðrir þættir skipta meira máli en það,“ segir Árni. Svo virðist sem mikil andstaða sé innan Eyjafjarðar sem og vítt og breitt um Norðausturland. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir íbúatöluna einnig ekki rétt viðmið. „Við framtíðarskipulag sveitarfélaga verður að horfa til margra þátta og fráleitt að íbúatala ráði ein alfarið um þróun þeirra. Horfa ber til landfræðilegra þátta, sem og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum þjónustu.“ Innan Alþingis er hins vegar líklegt að frumvarpið nái fram að ganga með nægum meirihluta. Miðflokkurinn mun vera á móti málinu. Þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason sagði í vor að virða ætti sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna. Vilji þyrfti að vera fyrir hendi. Innan VG og Sjálfstæðisflokksins verða einhverjir mótfallnir frumvarpinu án þess þó að það hafi áhrif á framgang þess. Atkvæði Viðreisnar og Samfylkingar munu því að öllum líkindum koma frumvarpinu í gegn. Birtist í Fréttablaðinu Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Mikillar óánægju gætir meðal lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni með hugmyndir sveitarstjórnarráðherra um lágmarksstærð sveitarfélaga. Vilja margir meina að lögþvingun sem þessi geti ekki talist góð og að frumkvæðið verði að koma frá íbúunum sjálfum. Líklegt þykir þó að málið nái fram að ganga á þingi áður en þingið fer í sumarfrí á næsta ári. Þau sveitarfélög sem minnst eru og fá því hlutfallslega mest fyrir að sameinast öðrum sveitarfélögum samkvæmt tillögum Sigurðar Inga, eru hvað mest á móti þessum áformum. Telja mörg sveitarfélög það óskynsamlegt að þvinga sameiningu í gegn með þessum hætti. Benda mörg hver á að minni sveitarfélögin séu oftar en ekki betur rekin en þau stærri.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, eins minnsta sveitarfélags landsins, segir þetta ótækt. Hann hefur einnig reynslu af sveitarstjórnarstörfum í stærri sveitarfélögum þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði á 10. áratug síðustu aldar. „Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Það þarf að horfa á þessa þætti betur en að miða við einhverja íbúatölu því aðrir þættir skipta meira máli en það,“ segir Árni. Svo virðist sem mikil andstaða sé innan Eyjafjarðar sem og vítt og breitt um Norðausturland. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir íbúatöluna einnig ekki rétt viðmið. „Við framtíðarskipulag sveitarfélaga verður að horfa til margra þátta og fráleitt að íbúatala ráði ein alfarið um þróun þeirra. Horfa ber til landfræðilegra þátta, sem og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum þjónustu.“ Innan Alþingis er hins vegar líklegt að frumvarpið nái fram að ganga með nægum meirihluta. Miðflokkurinn mun vera á móti málinu. Þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason sagði í vor að virða ætti sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna. Vilji þyrfti að vera fyrir hendi. Innan VG og Sjálfstæðisflokksins verða einhverjir mótfallnir frumvarpinu án þess þó að það hafi áhrif á framgang þess. Atkvæði Viðreisnar og Samfylkingar munu því að öllum líkindum koma frumvarpinu í gegn.
Birtist í Fréttablaðinu Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira