Mikil andstaða við þvinganir Sveinn Arnarsson skrifar 8. október 2019 08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson aflaði sér ekki vinsælda hjá smæstu sveitarfélögunum. Fréttablaðið/Vilhelm Mikillar óánægju gætir meðal lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni með hugmyndir sveitarstjórnarráðherra um lágmarksstærð sveitarfélaga. Vilja margir meina að lögþvingun sem þessi geti ekki talist góð og að frumkvæðið verði að koma frá íbúunum sjálfum. Líklegt þykir þó að málið nái fram að ganga á þingi áður en þingið fer í sumarfrí á næsta ári. Þau sveitarfélög sem minnst eru og fá því hlutfallslega mest fyrir að sameinast öðrum sveitarfélögum samkvæmt tillögum Sigurðar Inga, eru hvað mest á móti þessum áformum. Telja mörg sveitarfélög það óskynsamlegt að þvinga sameiningu í gegn með þessum hætti. Benda mörg hver á að minni sveitarfélögin séu oftar en ekki betur rekin en þau stærri.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, eins minnsta sveitarfélags landsins, segir þetta ótækt. Hann hefur einnig reynslu af sveitarstjórnarstörfum í stærri sveitarfélögum þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði á 10. áratug síðustu aldar. „Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Það þarf að horfa á þessa þætti betur en að miða við einhverja íbúatölu því aðrir þættir skipta meira máli en það,“ segir Árni. Svo virðist sem mikil andstaða sé innan Eyjafjarðar sem og vítt og breitt um Norðausturland. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir íbúatöluna einnig ekki rétt viðmið. „Við framtíðarskipulag sveitarfélaga verður að horfa til margra þátta og fráleitt að íbúatala ráði ein alfarið um þróun þeirra. Horfa ber til landfræðilegra þátta, sem og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum þjónustu.“ Innan Alþingis er hins vegar líklegt að frumvarpið nái fram að ganga með nægum meirihluta. Miðflokkurinn mun vera á móti málinu. Þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason sagði í vor að virða ætti sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna. Vilji þyrfti að vera fyrir hendi. Innan VG og Sjálfstæðisflokksins verða einhverjir mótfallnir frumvarpinu án þess þó að það hafi áhrif á framgang þess. Atkvæði Viðreisnar og Samfylkingar munu því að öllum líkindum koma frumvarpinu í gegn. Birtist í Fréttablaðinu Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mikillar óánægju gætir meðal lítilla sveitarfélaga á landsbyggðinni með hugmyndir sveitarstjórnarráðherra um lágmarksstærð sveitarfélaga. Vilja margir meina að lögþvingun sem þessi geti ekki talist góð og að frumkvæðið verði að koma frá íbúunum sjálfum. Líklegt þykir þó að málið nái fram að ganga á þingi áður en þingið fer í sumarfrí á næsta ári. Þau sveitarfélög sem minnst eru og fá því hlutfallslega mest fyrir að sameinast öðrum sveitarfélögum samkvæmt tillögum Sigurðar Inga, eru hvað mest á móti þessum áformum. Telja mörg sveitarfélög það óskynsamlegt að þvinga sameiningu í gegn með þessum hætti. Benda mörg hver á að minni sveitarfélögin séu oftar en ekki betur rekin en þau stærri.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps.Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, eins minnsta sveitarfélags landsins, segir þetta ótækt. Hann hefur einnig reynslu af sveitarstjórnarstörfum í stærri sveitarfélögum þar sem hann var bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði á 10. áratug síðustu aldar. „Við erum afar ósátt við að sameining verði þvinguð með þessum hætti. Það þarf að horfa á þessa þætti betur en að miða við einhverja íbúatölu því aðrir þættir skipta meira máli en það,“ segir Árni. Svo virðist sem mikil andstaða sé innan Eyjafjarðar sem og vítt og breitt um Norðausturland. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, segir íbúatöluna einnig ekki rétt viðmið. „Við framtíðarskipulag sveitarfélaga verður að horfa til margra þátta og fráleitt að íbúatala ráði ein alfarið um þróun þeirra. Horfa ber til landfræðilegra þátta, sem og fjárhagslegrar getu til að veita íbúum þjónustu.“ Innan Alþingis er hins vegar líklegt að frumvarpið nái fram að ganga með nægum meirihluta. Miðflokkurinn mun vera á móti málinu. Þingmaðurinn Karl Gauti Hjaltason sagði í vor að virða ætti sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna. Vilji þyrfti að vera fyrir hendi. Innan VG og Sjálfstæðisflokksins verða einhverjir mótfallnir frumvarpinu án þess þó að það hafi áhrif á framgang þess. Atkvæði Viðreisnar og Samfylkingar munu því að öllum líkindum koma frumvarpinu í gegn.
Birtist í Fréttablaðinu Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira