Átök á tveimur vígstöðvum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 9. október 2019 07:15 Johnson kennir Evrópusambandinu um. Nordicphotos/Getty Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. Samning sem hann hefur kallað lokaboð. Heimildarmaður innan Downingstrætis 10 varð vitni að hávaðarifrildi Johnsons og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í gegnum síma, þar sem landamæri Norður-Írlands voru enn einu sinni ásteytingarsteinninn. Stjórn Johnsons og Evrópusambandið keppast nú við að klína sökinni hvort á annað. Andstæðingar Johnsons heima fyrir halda því fram að engin alvara hafi verið að baki tilboðinu og bak við tjöldin sé unnið að samningslausri útgöngu. Þetta hafi verið augljóst eftir að DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, og öfgafullir útgöngusinnar í Íhaldsflokknum tóku vel í tilboðið. Á meðan er tekist á um Benn-löggjöfina svokölluðu í dómsölum Skotlands, sem skylda á Johnson til að sækja um frest. Fyrir helgi vísaði dómari frá beiðni Joönnu Cherry, þingmanns Skoska þjóðarflokksins og tveggja forstjóra, um að þvinga Johnson til að fylgja löggjöfinni. Treysta yrði loforðum stjórnarinnar um að halda lögin. Í gær var tekist á um hvort dómstólarnir sjálfir gætu tekið fram fyrir hendurnar á Johnson, og sent beiðni um útgöngufrest ef hann gerði það ekki þann 19. október. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Eins og búist var við tóku leiðtogar Evrópusambandsríkjanna fálega í tillögur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um útgöngusamning. Samning sem hann hefur kallað lokaboð. Heimildarmaður innan Downingstrætis 10 varð vitni að hávaðarifrildi Johnsons og Angelu Merkel Þýskalandskanslara í gegnum síma, þar sem landamæri Norður-Írlands voru enn einu sinni ásteytingarsteinninn. Stjórn Johnsons og Evrópusambandið keppast nú við að klína sökinni hvort á annað. Andstæðingar Johnsons heima fyrir halda því fram að engin alvara hafi verið að baki tilboðinu og bak við tjöldin sé unnið að samningslausri útgöngu. Þetta hafi verið augljóst eftir að DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, og öfgafullir útgöngusinnar í Íhaldsflokknum tóku vel í tilboðið. Á meðan er tekist á um Benn-löggjöfina svokölluðu í dómsölum Skotlands, sem skylda á Johnson til að sækja um frest. Fyrir helgi vísaði dómari frá beiðni Joönnu Cherry, þingmanns Skoska þjóðarflokksins og tveggja forstjóra, um að þvinga Johnson til að fylgja löggjöfinni. Treysta yrði loforðum stjórnarinnar um að halda lögin. Í gær var tekist á um hvort dómstólarnir sjálfir gætu tekið fram fyrir hendurnar á Johnson, og sent beiðni um útgöngufrest ef hann gerði það ekki þann 19. október.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira