Snarpur samdráttur í útlánum bankanna verulegt áhyggjuefni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 9. október 2019 08:15 Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Aðgerðaleysi stjórnvalda þegar kemur að rekstrarumhverfi bankanna getur orðið til þess að niðursveifla hagkerfisins verði dýpri en ástæða er til. Stjórnvöld geta spornað gegn niðursveiflunni með því að lækka skatta hraðar en áform eru um. Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Yngva Arnar Kristinssonar, hagfræðings Samtaka fjármálafyrirtækja, sem mættu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær. Þar var rætt um ástæður að baki verulegum samdrætti í útlánum banka til fyrirtækja og áhrifin á þróun í efnahagsmálum. Hrein ný útlán innlánsstofnana til fyrirtækja á fyrstu átta mánuðum ársins drógust saman um 90 milljarða milli ára, eða um 52 prósent. „Það er verulegt áhyggjuefni að sjá svona snarpan viðsnúning í útlánum bankanna. Ef erfiðara aðgengi að lánsfé er meginskýringin á bakvið þessar tölur þá kemur það niður á fjárfestingu og þar með hagvexti. Niðurstaðan getur því orðið enn dýpri niðursveifla en kannski ástæða er til,“ segir Ásdís í samtali við Markaðinn. „Aðlögunin að þessu sinni er í auknum mæli að eiga sér stað í gegnum vinnumarkaðinn. Ólíkt flestum þeim niðursveiflum sem við höfum áður upplifað er aðlögunin ekki að koma fram með gengisveikingu krónunnar og aukinni verðbólgu heldur fækkun starfa og auknu atvinnuleysi.“ Ásdís segir að þegar kemur að stjórnvöldum geti þau brugðist við með því að lækka sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki hraðar en áform eru um en í vor var lækkun bankaskattsins frestað til ársins 2021. „Það er að hægja verulega á útlánavextinum, sem kannski að hluta má rekja til minni efnahagsumsvifa en einnig til annarra þátta. Það er talsverð áskorun að reka banka í því rekstrarumhverfi sem við blasir. Talsverðar kröfur eru gerðar um eigið fé. Lausafjárreglur hafa verið hertar og þessu til viðbótar eru auk hinna almennu skatta sem fyrirtæki í landinu greiða þá eru bankarnir að greiða bankaskatt, almennan fjársýsluskatt af launum og sérstakan fjársýsluskatt af hagnaði. Áformum stjórnvalda um að lækka bankaskattinn frá og með árinu 2021 ber að fagna en þau áform bæta ekki stöðuna í dag. Stjórnvöld ættu að huga að því hvernig unnt er að lækka bankaskattinn hraðar og meira,“ segir Ásdís.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira