Þjóðaröryggi Davíð Stefánsson skrifar 30. september 2019 08:00 Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Netöryggi Varnarmál Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Það fór vel á því að Þjóðaröryggisráð skyldi standa fyrir opnum fundum í september um fjölþátta ógnir. Þær ógnir beinast gegn öryggi ríkisins og lýðræðislegri stjórnskipan sem byggir á virðingu fyrir mannréttindum, frelsi einstaklingsins, trúfrelsi og jafnrétti. Með markvissum aðgerðum er grafið undan tiltrú almennings á stjórnvöldum, stjórnskipan og lýðræðislegri framvindu. Þetta geta verið hernaðarlegar aðgerðir eða óhefðbundnar, til dæmis tölvu- og netárásir eða undirróðursherferðir. Á þetta var minnt í nýrri skýrslu Netrannsóknarstofnunar Oxford-háskóla sem dró upp dökka mynd af umfangi upplýsingafölsunar ríkisstjórna og stjórnmálasamtaka. Falsreikningar samfélagsmiðla og nettröll dreifa upplýsingum til að móta almenningsálit í sjötíu ríkjum. Alvarlegust voru þó skilaboð skýrslunnar um mjög virka starfsemi sjö stórra ríkja í skipulegri miðlun falsfrétta utan eigin landamæra í því skyni að grafa undan trausti og mikilvægum gildum lýðræðis og mannréttinda. Það er frumskylda hvers samfélags að tryggja öryggi borgaranna. Árið 2016 samþykkti Alþingi þjóðaröryggisstefnu mótatkvæðalaust. Þar var aðsteðjandi ógnunum raðað eftir mikilvægi í þrjá flokka. Umhverfisvá, náttúruhamfarir ásamt netógnum og skemmdarverkum á innviðum samfélagsins er talið ógna þjóðaröryggi mest. Á Íslandi er reynt að sporna við fjölþátta ógnum og stuðla að auknu netöryggi með ýmsum hætti. Unnið er að aukinni vitund almennings, fyrirtækja og stjórnvalda um hættur netglæpa. Áfallaþol stjórnsýslu er aukið með faglegri þekkingu og betri búnaði. Sérstakri netöryggissveit er ætlað að standa vörð um upplýsingainnviði gegn tölvuárásum. En netið er alþjóðlegt og kallar á samstarf ríkja og alþjóðlegra samtaka. Norðurlöndin hafa eflt samstarf sitt til varnar fjölþátta ógnum og netglæpum. Sama gildir um Evrópusambandið. Virk aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur hér einnig þýðingu því bandalagið hefur lagt æ meiri áherslu á sameiginlegar varnir gegn fjölþátta ógnum. Að auki er bein samvinna við Bandaríkin þýðingarmikil. Í samkomulagi frá 2006 sem stjórnvöld gerðu við Bandaríkjastjórn er kveðið á um reglubundið samráð og samstarf, meðal annars á sviði netöryggis. Vægi fjölmiðla í baráttu gegn fjölþátta ógnum er mikið. Á það minnti Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á fundi Þjóðaröryggisráðs. Það væri stór áskorun að standa vörð um opna upplýsta umræðu sem sé grundvöllur að lýðræðislegri stjórnskipan. Tæknin bjóði endalausa möguleika á dreifingu upplýsinga, kortlagningu hugsana, tilfinninga og væntinga. Slíkt geti leitt til vantrausts og sundrungar sem aftur leiði til öfgahyggju og lýðhygli. En hluti af lausninnni er sterkara starfsumhverfi hefðbundinna fjölmiðla. Frjálsir fjölmiðlar þurfa að tryggja gæði upplýsinga til almennings og efla hið lýðræðislega samtal. Veiking þeirra á síðustu árum hefur veikt varnir okkar gegn fjölþátta ógnum.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun