Ósk Heiða Sveinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts og hefur hún þegar hafið störf.
Í tilkynningu frá Íslandspósti segir að Ósk Heiða hafi mikla reynslu á sviði markaðsmála og bakgrunn úr upplýsingatækni, smásölu og ferðaþjónustu.
„Ósk Heiða starfaði síðast sem markaðsstjóri Trackwell, þar á undan var hún markaðsstóri Krónunnar og Íslandshótela. Hún er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. Ósk Heiða er gift Magúsi Frey Smárasyni, rafmagnsverkfræðingi hjá Eflu og eiga þau tvö börn,“ segir í tilkynningunni.
Ósk Heiða nýr markaðsstjóri Íslandspósts

Tengdar fréttir

Brynjar Smári stýrir þjónustuupplifun viðskiptavina hjá Íslandspósti
Brynjar Smári Rúnarsson hefur verið ráðinn í starf forstöðumanns Þjónustuupplifunar hjá Íslandspósti.