Skósveinn Svarthöfða eftir heilablæðingu Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. september 2019 07:30 Jóhann Waage er nýbúinn að fullkomna búning keisaralegra geimsjóliða. Búningurinn komst á spjöld sögunnar þegar einn slíkur sótraftur sprengdi reikistjörnuna Alderaan, æskuslóðir Lilju prinsessu, í Star Wars 1977. Jóhann Waage var eins árs þegar fyrsta Star Wars-myndin var frumsýnd 1977 en reiknast til að hann hafi verið orðinn sjö ára þegar framhaldsmyndin The Empire Strikes Back rataði loksins í Borgarnesbíó og hann steig sín fyrstu skref inn í stærri heim þar sem hann hefur verið með í það minnsta annan fótinn síðan. „Empire Strikes Back er fyrsta Star Wars-myndin sem ég sá og ég varð gjörsamlega dolfallinn þarna í litla bíóinu í Borgarnesi. Maður fór síðan í Kaupfélagið og keypti sér Star Wars-kalla,“ segir Jóhann sem meðtók strax það sem hann kallar „ákveðinn kúltúr“.Jóhann í fullum skrúða.Síðan leið tíminn og sveitastrákurinn varð stór án þess þó að vaxa upp úr stjörnustríðskúltúrnum og bjó í Bandaríkjunum 1997 þegar George Lucas frumsýndi endurbættar útgáfur Star Wars-þríleiksins í kvikmyndahúsum. „Ég fór í bíó og sá þá einmitt fólk í búningum í fyrsta skipti. Mér fannst þetta ógeðslega flott,“ segir Jóhann sem varð um svipað leyti fyrst var við 501st Legion, hóp Star Wars-nörda sem spóka sig í vönduðum eftirlíkingum búninga illmennanna í myndum.Ófeigum í Helstirnið komið Og áfram leið tíminn og það er ekki fyrr en 2015 að íslenskir liðsmenn 501. herdeildarinnar, með stofnandann og foringjann Hilmi Kolbeins í fylkingarbrjósti í forláta Svarthöfða-búningi, verða á vegi Jóhanns. „Eftir það fylgdist ég alltaf með þeim af hliðarlínunni. Áhuginn var alltaf til staðar og Hilmir skaut því reglulega á mig hvort ég ætlaði ekki að fara að koma mér í búning. Það er svo í nóvember 2017 sem ég fæ heilablæðingu og var lagður inn á gjörgæslu og síðar heila- og taugadeild. Ég var næstum dáinn og ákvað þarna að láta drauminn rætast.“ Jóhann pantaði sér samfesting, stígvél, hanska, belti og „gunner-hjálm“ og fyrsti búningurinn hans var fullklár í febrúar í fyrra og það sama ár fór hann í sinn fyrsta leiðangur þegar herdeildin marseraði niður Laugaveginn 4. maí, á alþjóðlegum hátíðisdegi Stjörnustríðsnörda.„Þetta var alveg ofboðslega erfið ganga fyrir mig þar sem ég var í spelkum upp eftir öllu en ég hefði aldrei viljað sleppa þessu þótt það taki á líkamlega að athafna sig í svona herklæðum.“Star Wars- fjölskyldan Ástríðufull áhugamál eru oftar en ekki ávísun á sambúðarárekstra en Mátturinn er með Jóhanni í blíðu og stríðu þótt lífsförunauturinn Svandís Sveinsdóttir hafi ekki deilt Stjörnustríðsáhuganum með honum. „Ég vildi koma mér upp búningi í gínu og hafa sem stofustáss en hún sagði þvert nei. Það kæmi bara alls ekki til greina og hún myndi aldrei láta sjá sig í svona búningi. Svandís fylgdi honum þó á nördasamkomu í fyrra þar sem sjö þýskir fulltrúar 501. deildarinnar voru mættir í glæsilegum búningum. „Hún hreifst svona rosalega af þessum flottu búningum og hversu mikil og náin vinátta er á milli okkar í hópnum og hún hefur verið á hliðarlínunni eins og ég áður.“ Börnin þeirra tvö hafa eðli málsins samkvæmt verið alin upp sem Stjörnustríðsnördar og vildu að sjálfsögðu fá að vera með. „Þannig að ég keypti Jawa-búninga á þau frá Bretlandi og þau breytast beinlínis í glyrnunga um leið og þau eru komin í þá,“ segir Jóhann um senuþjófana sína tvo sem skyggja alltaf á foreldrana þegar Stjörnustríðsfjölskyldan fer á kreik. „Þau fengu langmesta athygli á Menningarnótt þar sem bæði útlendingar og Íslendingar voru alltaf að stoppa þau til þess að fá að taka myndir,“ segir Star Wars-pabbinn sem auðvitað er hið mesta ljúfmenni undir brynju útsendara hins illa keisaraveldis. Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Jóhann Waage var eins árs þegar fyrsta Star Wars-myndin var frumsýnd 1977 en reiknast til að hann hafi verið orðinn sjö ára þegar framhaldsmyndin The Empire Strikes Back rataði loksins í Borgarnesbíó og hann steig sín fyrstu skref inn í stærri heim þar sem hann hefur verið með í það minnsta annan fótinn síðan. „Empire Strikes Back er fyrsta Star Wars-myndin sem ég sá og ég varð gjörsamlega dolfallinn þarna í litla bíóinu í Borgarnesi. Maður fór síðan í Kaupfélagið og keypti sér Star Wars-kalla,“ segir Jóhann sem meðtók strax það sem hann kallar „ákveðinn kúltúr“.Jóhann í fullum skrúða.Síðan leið tíminn og sveitastrákurinn varð stór án þess þó að vaxa upp úr stjörnustríðskúltúrnum og bjó í Bandaríkjunum 1997 þegar George Lucas frumsýndi endurbættar útgáfur Star Wars-þríleiksins í kvikmyndahúsum. „Ég fór í bíó og sá þá einmitt fólk í búningum í fyrsta skipti. Mér fannst þetta ógeðslega flott,“ segir Jóhann sem varð um svipað leyti fyrst var við 501st Legion, hóp Star Wars-nörda sem spóka sig í vönduðum eftirlíkingum búninga illmennanna í myndum.Ófeigum í Helstirnið komið Og áfram leið tíminn og það er ekki fyrr en 2015 að íslenskir liðsmenn 501. herdeildarinnar, með stofnandann og foringjann Hilmi Kolbeins í fylkingarbrjósti í forláta Svarthöfða-búningi, verða á vegi Jóhanns. „Eftir það fylgdist ég alltaf með þeim af hliðarlínunni. Áhuginn var alltaf til staðar og Hilmir skaut því reglulega á mig hvort ég ætlaði ekki að fara að koma mér í búning. Það er svo í nóvember 2017 sem ég fæ heilablæðingu og var lagður inn á gjörgæslu og síðar heila- og taugadeild. Ég var næstum dáinn og ákvað þarna að láta drauminn rætast.“ Jóhann pantaði sér samfesting, stígvél, hanska, belti og „gunner-hjálm“ og fyrsti búningurinn hans var fullklár í febrúar í fyrra og það sama ár fór hann í sinn fyrsta leiðangur þegar herdeildin marseraði niður Laugaveginn 4. maí, á alþjóðlegum hátíðisdegi Stjörnustríðsnörda.„Þetta var alveg ofboðslega erfið ganga fyrir mig þar sem ég var í spelkum upp eftir öllu en ég hefði aldrei viljað sleppa þessu þótt það taki á líkamlega að athafna sig í svona herklæðum.“Star Wars- fjölskyldan Ástríðufull áhugamál eru oftar en ekki ávísun á sambúðarárekstra en Mátturinn er með Jóhanni í blíðu og stríðu þótt lífsförunauturinn Svandís Sveinsdóttir hafi ekki deilt Stjörnustríðsáhuganum með honum. „Ég vildi koma mér upp búningi í gínu og hafa sem stofustáss en hún sagði þvert nei. Það kæmi bara alls ekki til greina og hún myndi aldrei láta sjá sig í svona búningi. Svandís fylgdi honum þó á nördasamkomu í fyrra þar sem sjö þýskir fulltrúar 501. deildarinnar voru mættir í glæsilegum búningum. „Hún hreifst svona rosalega af þessum flottu búningum og hversu mikil og náin vinátta er á milli okkar í hópnum og hún hefur verið á hliðarlínunni eins og ég áður.“ Börnin þeirra tvö hafa eðli málsins samkvæmt verið alin upp sem Stjörnustríðsnördar og vildu að sjálfsögðu fá að vera með. „Þannig að ég keypti Jawa-búninga á þau frá Bretlandi og þau breytast beinlínis í glyrnunga um leið og þau eru komin í þá,“ segir Jóhann um senuþjófana sína tvo sem skyggja alltaf á foreldrana þegar Stjörnustríðsfjölskyldan fer á kreik. „Þau fengu langmesta athygli á Menningarnótt þar sem bæði útlendingar og Íslendingar voru alltaf að stoppa þau til þess að fá að taka myndir,“ segir Star Wars-pabbinn sem auðvitað er hið mesta ljúfmenni undir brynju útsendara hins illa keisaraveldis.
Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira