Veður geti haft mikil áhrif á gigtarsjúklinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. september 2019 07:00 Haustlægðirnar gætu haft áhrif á gigtarsjúklinga. Fréttablaðið/Anton Brink Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira
Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skert hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Sjá meira