Viðruðu áhyggjur af málefnum Facebook Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. september 2019 11:45 Mark Zuckerberg er enn og aftur undir smásjánni. Nordicphotos/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á fimmtudag til að ræða persónuverndarmál, hlutdrægni og fyrirhugaða rafmynt tæknirisans. Hefur Trump og ríkisstjórn hans haft áhyggjur af þróun Facebook hvað þessi mál varðar. Talsmaður Facbebook sagði fundinn hafa verið „uppbyggilegan“ en hann var einn af mörgum sem Zuckerberg sótti með þingmönnum þennan dag. Hafa margir þingmenn haft áhyggjur af yfirburðastöðu Facebook á markaðinum, til dæmis öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley, sem spurði Zuckerberg hvort það kæmi til greina að selja samfélagsmiðlana Instagram og Whatsapp. Trump sjálfur hafði mestar áhyggjur af hlutdrægni samfélagsmiðilsins gegn hægriskoðunum en nýlega ákvað Zuckerberg að taka hart á hatursorðræðu og bannaði nokkra háværa öfgahægrimenn. Í vor tilkynnti Zuckerberg að ný rafmynt væri væntanleg á markað en hún á að heita Libra. Prófanir myndu hefjast í lok árs og myntin yrði sett á markað snemma árið 2020. Ekki eru allir sáttir við þessar áætlanir, til að mynda Ravi Menon, seðlabankastjóri Singapúr, sem segir að myntin myndi raska hinu alþjóðlega fjármálakerfi og að ríkisstjórnir heimsins verði að koma sér saman um viðbrögð. „Áhættan nær til alls heimsins. Enginn einn löggjafi getur tekist á við þetta,“ sagði Menon. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, hefur einnig varað við myntinni. Bandaríkin Facebook Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu á fimmtudag til að ræða persónuverndarmál, hlutdrægni og fyrirhugaða rafmynt tæknirisans. Hefur Trump og ríkisstjórn hans haft áhyggjur af þróun Facebook hvað þessi mál varðar. Talsmaður Facbebook sagði fundinn hafa verið „uppbyggilegan“ en hann var einn af mörgum sem Zuckerberg sótti með þingmönnum þennan dag. Hafa margir þingmenn haft áhyggjur af yfirburðastöðu Facebook á markaðinum, til dæmis öldungadeildarþingmaðurinn Josh Hawley, sem spurði Zuckerberg hvort það kæmi til greina að selja samfélagsmiðlana Instagram og Whatsapp. Trump sjálfur hafði mestar áhyggjur af hlutdrægni samfélagsmiðilsins gegn hægriskoðunum en nýlega ákvað Zuckerberg að taka hart á hatursorðræðu og bannaði nokkra háværa öfgahægrimenn. Í vor tilkynnti Zuckerberg að ný rafmynt væri væntanleg á markað en hún á að heita Libra. Prófanir myndu hefjast í lok árs og myntin yrði sett á markað snemma árið 2020. Ekki eru allir sáttir við þessar áætlanir, til að mynda Ravi Menon, seðlabankastjóri Singapúr, sem segir að myntin myndi raska hinu alþjóðlega fjármálakerfi og að ríkisstjórnir heimsins verði að koma sér saman um viðbrögð. „Áhættan nær til alls heimsins. Enginn einn löggjafi getur tekist á við þetta,“ sagði Menon. Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, hefur einnig varað við myntinni.
Bandaríkin Facebook Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira