"Þetta er algjört brjálæði“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 21. september 2019 21:00 „Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Innlent Örlög miðlunartillögunnar ráðast Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
„Við viljum binda enda á morðæðið á Filippseyjum. Tuttugu þúsund manns hafa verið myrt á þremur árum að undirlagi Duterte forseta. Þetta er gífurlegur fjöldi morða og þetta er fordæmalaust,“ segir Stella Matutina, baráttukona fyrir mannréttindum, í samtali við fréttastofu. Matutina er fyrrverandi nunna frá Filipseyjum og er í sendinefndinni sem kom hingað til lands. Hún flúði Filipseyjar þar sem hún er eftirlýst og hafa veggspjöld með mynd af henni og nafni verið dreift í landinu. „Þetta er algjört brjálæði. Ég hef trú á því og við eigum að vera sammála um að hvert mannslíf er verðmætt, það á að bera virðingu fyrir því og engum á að líðast slíkt.“ Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu.Stöð 2 Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag varð uppnám í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum.Sjá einnig: Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Meginmarkmið neyðarráðstefnunnar í dag var að skipuleggja og efla alþjóðlegan þrýsting á ríkisstjórn Rodrigo Duterte, forseta Filipseyja, til að gangast við þeim alþjóða skuldbindingum er lúta að mannréttindum sem Filippseyjar eru nú þegar aðilar að. Skuldbindingar sem innihalda rétt fulltrúa mannréttindastofnanna til að rannsaka brot á mannréttindum á Filippseyjum. Marissa Lazaro er ein þeirra sem misst hafa ættingja eftir ofbeldi af hálfu lögreglu.vísir Með ráðstefnunni er jafnframt ætlað að sköpuð sé tækifæri til samræðu á milli aðila sem vinna í þágu mannréttinda á Íslandi og Filippseyjum sem og á alþjóðavettvangi um hið síversnandi ástand á Filippseyjum, sem hófst fyrst á bylgju af morðum á fíkniefnasala og -neytenda en morð í landinu nú hafa í auknum mæli beinst að leiðtogum trúarhópa, stjórnmálaafla, frumbyggja og verkalýðsfélaga, sem gagnrýna voðaverk ríkisstjórnar Dutarte. Þá hafa ofsóknir á blaðamenn og lögfræðinga farið stigvaxandi í landinu. Skiptar skoðanir eru með aðgerðir Dutare forseta í landinu. Skipuleggjendum ráðstefnunnar er mikið í mun að viðhalda þeim áhuga og einurð sem einkenndi ályktun Íslands og var samþykkt hjá mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna. „Í okkar huga er Ísland leiðarljós okkar. Ísland gefur okkur von um að eitthvað verði gert á Filippseyjum. Því hér er um að ræða rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Við erum vongóð um að eitthvað gerist því við höfum sjálf okkar eigin gögn í málinu og það þarf að staðfesta þau á forræði Sameinuðu þjóðanna,“ segir Matutina.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03 Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Hjartað í fyrirtækinu er farið“ Innlent Örlög miðlunartillögunnar ráðast Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Uppnám í Neskirkju: Stuðningsmaður Duterte hellti sér yfir syrgjandi móður Uppnám varð í Neskirkju á ráðstefnu um mannréttindi á Filippseyjum þegar stuðningsfólk Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, gerðu hróp að móður sem lýsti morði lögreglunnar þar í landi á syni sínum. 21. september 2019 15:03
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31