Alþýðusambandið vinnur að leiðbeinandi reglum sem ver starfsfólk stéttarfélaga Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2019 13:00 Drífa Snædal forseti Así segir ASÍ vinna að leiðbeinandi reglum fyrir stéttarfélög sem verja eigi starfsólk þeirra fari það í deilur gegn þeim. ASÍ Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera. Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að í gerð séu leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélög um að sett verði inní ráðningasamninga, að ef starfsfólk félaganna lendir í deilum við þau, fái starfsmenn utanaðkomandi aðstoð. Hún staðfestir að lögmaður hafi óskað eftir aðkomu ASÍ í deilu fyrrverandi starfsmanna Eflingar við félagið en báðir deiluaðilar þurfi að samþykkja að ASÍ skipti sér að málum. Tveir fyrrverandi starfsmenn Eflingar og tveir í í veikindaleyfi hafa leitað til Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns og telja að félagið hafi brotið á réttindum þeirra og krefjast bóta. Lára sagði í fréttum okkar í gær að fólkið hafi ekki getað leitað til Eflingar í deilunni við félagið sem væri þeirra stéttarfélag og ætti að aðstoða það. Einn starfsmannanna er í VR og er mál viðkomandi í ferli þar. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði í fréttum í gær að komið hefði til tals að hægt verði að leita til Alþýðusambandsins í málum sem þessum. Drífa Snædal forseti ASÍ segir að nú sé verið að vinna að leiðbeinandi starfsreglum fyrir stéttarfélögin. „Við erum í því ferli að setja fram starfsreglurn núna og leiðbeinandi reglur fyrir stéttarfélögin. Í því felst að skrifað verði inní ráðningasamninga starfsfólks stéttarfélaga að það hafi aðgang að lögfræðiþjónustu og annarri aðstoð utan stéttarfélaganna ef kemur til deilna við stéttarfélag sem atvinnurekanda. Ég reikna með að þær verði tilbúnar fyrir jól,“ segir Drífa. Drífa staðfestir að Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál þeirra sem telja að Efling hafi brotið á þeim hafi leitað liðsinnis ASÍ í málunum. „Alþýðusambandið hefur ekki heimild til að fara inní mál nema báðir aðilar óski eftir að það verði miðlað sáttum,“ segir hún. Aðspurð um hvort að Efling hafi leitað eftir því að sambandið miðlaði málum með einhverjum hætti segir Drífa svo ekki vera.
Kjaramál Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira