Síðari dagur Norður Evrópumótsins í áhaldafimleikum fór fram í dag en mótið var haldið um helgina í húsi Gerplu í Kópavogi.
Keppendur frá sjö löndum tóku þátt en keppendurnir komu frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Færeyjum, Skotlandi og Wales.
Jónas Ingi Þórisson náði í silfur á gólfi í karlaflokki en hann deildi öðru sætinu með Kelvin Cham frá Skotlandi. Þeir fengu 13.200 stig en sigurvegarinn, Sofus Heggemsnes frá Noregi, fékk 13.850 stig.
Jónas Ingi var í 3. sæti í stökki er hann fékk 13.475 stig. Hann var einungis 0.15 stigum á eftir Emil Barber frá Wales, sem hlaut 13.625 stig.
Irina Sazonova fékk silfur á tvíslá er hún hafnaði 0,2 sigum á eftir Emily Thomas frá Wales sem hlaut 12.650 stig. Irina er ný komin úr barnaeignarfríi en hún eignaðist barn fyrir rúmum sjö mánuðum síðan.
Irina fékk sín önnur verðlaun á gólfi en hún framkvæmdi allar æfingar sína næstum frádráttarlaust og tryggði sér 2. sætið með einkunnina 12.350, einungis 0.2 stigum á eftir Emily Thomas frá Wales.
Síðasta bronsið féll svo í skaut Valgarð Reinhardssonar sem fékk brons eftir æfingar á svifránni. Þar fékk 12.950 stig en Það var Joe Cernlyn-Jones frá Wales sem hlaut gullverðlaunin með 13.250 stig.
Nánari úrslit hjá íslensku keppendunum má finna á síðu frjálsíþróttasambandsins.
Þrjú silfur og tvö brons hjá Íslandi á Norður Evrópumótinu
Anton Ingi Leifsson skrifar
